Innlent

Hundar og fólk í gönguferðum

Í hundahópnum eru fjölbreyttar hundategundir. Mynd/GKJ
Í hundahópnum eru fjölbreyttar hundategundir. Mynd/GKJ

Allt að tuttugu manna hópur hundaeigenda gengur vikulega á fjöll í nágrenni Reykjavíkur eða fer aðrar skemmtilegar gönguleiðir nálægt höfuðborginni. Með í för eru hundar af öllum stærðum og gerðum, allt frá chihuahua til rottweiler sem hlaupa frjálsir með og njóta samvista við aðra hunda.

„Við tökum þó tillit til annars útivistarfólks, víkjum úr vegi með hundana og leyfum fólki að labba fram hjá,“ segir Hallgerður Kata Óðinsdóttir sem fer fyrir hópnum. Annars segir hún fólk almennt hafa gaman af þessum fríða hópi hunda og fólks.

- sg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×