Innlent

Lélegri herbergjanýting á hótelum

Meðal herbergjanýting á reykvískum hótelum í nóvember síðastliðnum var níu og hálfu prósenti lélegri en í sama mánuði árið áður og á landsbyggðarhótelum var nýtingin sextán prósentum lélegri en árið áður.

Hinsvegar voru tekjur í evrum á hvert herbergi í Reykjavík núll komma þremur prósentum hærri í nóvember síðastliðnum en árið áður. Til samanburðarvoru þær tæpum sjö prósentum lægri á hinum Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×