Innlent

Stálu sófasetti og sjónvörpum

Tilkynnt var um innbrot í fimm sumarbústaði í Grímsnesi um síðustu helgi. Í flestum tilvikum var sjónvarpstækjum stolið. Á svipaðan hátt var staðið að innbrotunum og mjög líklegt að sömu aðilar hafi staðið að þeim, að áliti lögreglunnar á Selfossi.

Þá var brotist inn í veiðihús við Hlíðarvatn í Selvogi fyrir skömmu og þaðan stolið nýju leðursófasetti ásamt hljómtækjum og kaffivél. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur til að virkja nágrannavörslu og fylgjast vel með umferð ókunnugra um sumarbústaðahverfi. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×