Innlent

Í varðhaldi vegna áreitis á Facebook

Maðurinn nálgaðist stúlkurnar á Fésbók. Myndin er úr safni.
Maðurinn nálgaðist stúlkurnar á Fésbók. Myndin er úr safni.

Maður á þrítugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa átt í vafasömum samskiptum við þrjár ungar stúlkur á Facebook. Þær eru þrettán og fjórtán ára.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn stundað þetta um hríð. Í byrjun desember barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kæra frá foreldrum vegna samskipta mannsins við dóttur þeirra. Hann var þá handtekinn og yfirheyrður en sleppt að því búnu. Á næstu tveimur vikum höfðu svo foreldrar tveggja stúlkna til viðbótar samband við lögreglu vegna samskipta mannsins við dætur þeirra á Facebook og kærðu athæfi hans. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var hann handtekinn 29. desember. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út á morgun. Um er að ræða rannsóknargæslu.

Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna minni háttar brota, en þó ekki vegna kynferðisbrotamála.

Lögreglan rannsakar málið. Meðal annars er verið að fara í gegnum tölvubúnað mannsins.- jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×