Fleiri fréttir Vatnsleki í Vesturbæjarskóla - skólahaldi aflýst Allri kennslu hefur verið aflýst í Vesturbæjarskóla í dag þar sem kalt vatn flæddi um ganga skólans í nótt. Lekinn uppgötvaðist um klukkan átta og hefur slökkviliðið unnið að dælingu síðan þá. Vatnið fór um stærsta hluta fyrstu hæðar skólans og er töluvert tjón í matsal skólans. Þá er skólinn vatnslaus enn sem komið er. Foreldrar eru því beðnir um að sækja börnin sín í skólann. Síðar í dag verður tilkynnt um hvort skólahald geti farið fram á morgun með eðlilegum hætti. 14.1.2010 09:26 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14.1.2010 08:34 Þjóðarskútan er farin í slipp Safnbaukurinn þjóðarskútan sem Víkurvagnar smíðuðu fyrir og gáfu Mæðrastyrksnefnd er komin í slipp hjá Víkurvögnum, að sögn Jóhannesar Valgeirs Reynissonar, starfsmanns Víkurvagna. 14.1.2010 06:00 Löngu tímabært að breyta stjórnarskrá Ekki er lengur ásættanlegt að vald til þess að skjóta lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, sagði Björg Thorarensen, forseti lagad 14.1.2010 06:00 Íslendingarnir komu til Haítí í gærkvöldi Þrjátíu og fimm björgunarsveitamenn flugu frá Íslandi í gærmorgun og voru lentir á Haítí innan við sólarhring eftir stóra skjálftann á þriðjudagskvöld. Íslenska björgunarsveitin var með þeim fyrstu á vettvang hamfaranna miklu. 14.1.2010 06:00 Erum enn meðal ríkustu þjóða „Við erum enn meðal ríkustu þjóða í heimi,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. 14.1.2010 06:00 Löng leið að eilífu sumri Lengi hafa menn horft til kríunnar með aðdáun fyrir þolgæði og hversu hatrammlega hún ver hreiður sitt og unga. Skiptir þá engu hvort á í hlut maður eða skepna. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að það sem við töldum okkur vita um hana virðist stórlega vanmetið. 14.1.2010 06:00 Kuldinn í Evrópu hækkar bensínverð Lítraverð á 95 oktana bensíni fór yfir 200 krónur með fullri þjónustu á stærri bensínstöðvum í fyrrakvöld þegar olíufélög hækkuðu verðið almennt um þrjár krónur. Hefur verðið aldrei áður verið eins hátt hérlendis. 14.1.2010 06:00 Stjórnin bíður viðbragða andstöðunnar Búist er við að formenn stjórnmálaflokkanna hittist að nýju í dag til að ræða mögulegar samningaviðræður um Icesave. 14.1.2010 05:00 Bolungarvík að ná vopnum sínum á ný Útsvarstekjur Bolungarvíkurkaupstaðar voru tæplega fjörutíu prósentum hærri árið 2009 en árið á undan. Þetta er stórt skref í viðsnúningi í fjármálum sveitarfélagsins, segir Elías Jónatansson bæjarstjóri. Á móti kemur að framlög Jöfnunarsjóðs lækkuðu um mikið á sama tíma og því nauðsynlegt að fara jafnframt í hagræðingu og sparnaðaraðgerðir. 14.1.2010 05:00 Lánveitingar með veði í eigin hlutabréfum verða bannaðar Fjármálafyrirtæki er óheimilt að veita lán sem eru tryggð með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum útgefnum af fyrirtækinu, samkvæmt frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Þá er fjármálafyrirtæki óheimilt að veita lán til stjórnarmanns, lykilstjórnanda eða þess sem á virkan eignarhlut í viðkomandi fyrirtæki nema með þröngum skilyrðum. 14.1.2010 05:00 Kann að seinka áætlun AGS Svo gæti farið að önnur endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefðist. Áformað var að hún færi fram síðar í þessum mánuði en að sögn Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, er alls óvíst að svo verði. Stjórnvöld vinni að því hörðum höndum að endurskoðunin fari fram á tilsettum tíma. 14.1.2010 04:45 Nýting til 100 til 300 ára Við mat á sjálfbærri nýtingu jarðhitasvæða er gengið út frá nýtingu til 100 til 300 ára. 14.1.2010 04:00 Bílalánin fjötra fólk sem flytur úr landi Fólk sem flyst úr landi getur ekki tekið bílinn með sér hvíli á honum lán. Talsmaður neytenda talar um átthagafjötra. Viðkomandi þurfa annaðhvort að rifta samningi, með tilheyrandi afföllum, eða borga af bíl hérlendis sem þau geta ekki notað. 14.1.2010 04:00 Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14.1.2010 03:30 „Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14.1.2010 03:15 Íslensku björgunarmennirnir komnir til Haíti Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er komin til Haiti. Flugvél Icelandair sem flutti sveitina lenti á flugvellinum í Port au Prince um níuleytið. 13.1.2010 21:34 Össur gríðarlega stoltur af íslensku björgunarsveitamönnunum „Ég er gríðarlega stoltur af því hversu vel þessi skipulagning hefur gengið, sem sýnir hvað vel þeir eru undirbúnir - og líka þessi göfuglynda fórnfýsi af þeim að rífa sig út í þessa óvissu,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um íslensku björgunarsveitina sem er komin til Haíti. 13.1.2010 22:02 Tveir handteknir vegna hnífsstungu við Þórðarsveig Tveir voru handteknir vegna hnífsstungu við Þórðarsveig í Grafarholti í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hlaut maðurinn, sem var stunginn, sár á hendi. Hann var sendur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Mennirnir sem handteknir voru eru núna í haldi lögreglunnar og verða yfirheyrðir. 13.1.2010 20:12 Stunginn í Þórðarsveig Karlmaður var stunginn í Þórðarsveig síðdegis í dag. Lögreglan hefur enn sem komið er ekki geta gefið nákvæmar lýsingar af atburðinum. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta blæddi hins vegar töluvert úr manninum, en ekki er vitað hversu alvarlega hann særðist. 13.1.2010 17:48 Íslenska björgunarsveitin farin frá Boston Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór frá Boston um klukkan fimm í dag en þar var lent til að taka eldsneyti áður en haldið er til Haiti. Lending er áætluð þar um klukkan níu að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. 13.1.2010 17:35 Hreyfingin vill ekki norrænan sáttasemjara Þingmenn Hreyfingarinnar vilja ekki að fenginn verði sáttasemjari frá Norðurlöndum til að miðla málum í Icesave deilunni. Ekki sé á það treystandi að sáttasemjari komi frá landi sem hafi beitt Íslendinga þrýstingi í málinu. 13.1.2010 15:16 Vill virkja fyrir rafmagnsbílaverksmiðju Fimm virkjanir í þremur stórfljótum Suðausturlands eru í undirbúningi. Ráðamenn Skaftárhrepps taka vel í áformin og vonast til að orkuverin leiði til þess að iðnaður festi rætur í sveitinni. Sveitarstjórinn vill helst rafmagnsbílaverksmiðju. 13.1.2010 18:49 Gunnar: Kúlulánadrotting Steingríms Forstjóri Bankasýslu ríkisins er kúlulánadrotting Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að mati Gunnars Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi. Hann segir siðaumvandanir vinstrimanna alltaf eiga við alla aðra en þá sjálfa. 13.1.2010 14:44 Túlkur íslensku sveitarinnar missti húsið Haítíbúinn sem kemur til með að aðstoða og túlka fyrir íslensku rústabjörgunarsveitina sem er á leið til Haítí missti húsið sitt í jarðskjálftanum í gærkvöldi. Hann komst ásamt eiginkonu sinni og mánaðargömlu barni út úr húsinu en missti flestar aðrar eigur sínar. Þetta hefur Pétur Guðjónsson eftir honum en Pétur hefur dvalið langdvölum í landinu undanfarin 15 ár við hjálpar- og uppbyggingarstarf. Hann hefur í morgun ítrekað reynt að ná sambandi við íbúa sem hann þekkir á eyjunni og er túlkurinn sá eini sem Pétur hefur náð í. 13.1.2010 13:45 Bjóða fram aðstoð við að flytja erlenda ríkisborgara frá Haíti Utanríkisráðuneytið hefur boðið fram aðstoð við að flytja erlenda ríkisborgara frá Haítí með flugvélinni sem flytur íslensku alþjóðabjörgunarsveitina til hamfarasvæðanna þar. 13.1.2010 19:30 LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13.1.2010 18:22 Rústabjörgunarsveitin í Boston Flugvél með íslenska alþjóðabjörgunarsveitina sem er á leið til Haítí millilenti í Bandaríkjunum á fimmta tímanum í dag til að taka eldsneyti. Áætlanir gera ráð fyrir að hún fari í loftið á nýjan leik skömmu eftir klukkan fimm. 13.1.2010 17:01 Fréttalesari BBC tekin á teppið fyrir að verja málstað Íslendinga Sally Magnusson, fréttalesari hjá BBC Scotland var á dögunum tekin á teppið af yfirboðurum sínum fyrir að brjóta reglur breska ríkisútvarpsins. Sally, sem er dóttir sjónvarpsmannsins víðfræga Magnúsar Magnússonar og þarafleiðandi hálf-íslensk, sendi inn lesendabréf til bresks dagblaðs þar sem hún gagnrýndi bresk yfirvöld fyrir óbilgirni í Icesave deilunni og spurði hvers vegna vextir á láninu væru ekki lægri en það sem samið var um, eða 5,5 prósent. 13.1.2010 16:51 Óku of hratt um Hvalfjarðargöngin Brot 99 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum á dagana 7. til 12. janúar. Vöktuð voru 10.360 ökutæki og því ók mjög lítill hluti ökumanna, eða tæplega 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Niðurstaðan er svipuð fyrri hraðamælingum í Hvalfjarðargöngunum en brotahlutfallið í þeim verður að teljast mjög lágt, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 13.1.2010 16:40 Sérfræðinganefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sérfræðinga sem gera mun tillögur til ríkisstjórnar og Stjórnarráðsins um viðbrögð af hálfu stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins 2008. 13.1.2010 15:50 Leituðu í Arnarnesvogi en fundu ekkert Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir klukkan hálf þrjú tilkynning um rekald í sjónum við Arnarnesvog sem talið var 20 til 40 metra frá landi. 13.1.2010 15:17 Eldur í Eyjum Laust fyrir klukkan 15:00 í dag var tilkynnt um eld í einbýlishúsi í Vestmannaeyjum. 13.1.2010 15:03 Libia og Ólafur fulltrúar Íslands á tvíæringnum Spænsk-íslenska listamannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hefur verið valið til að sýna fyrir Íslands hönd á Feneyjatvíæringnum, La Biennale di Venezia 2011. Þetta var tilkynnt fyrr í dag. 13.1.2010 14:38 Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum 66°Norður og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn sameina krafta sína á ný á þessu ári og bjóða upp á hina vinsælu æfingaráætlun „Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum". Þetta er þriðja árið sem verkefnið er í gangi og gefur fólki tækifæri til að ganga á Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands (2210 m), á suðurhluta Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu. 13.1.2010 14:30 Uppstilling hjá VG í Hafnarfirði Á félagsfundi Vinstri grænna í Hafnarfirði nýverið var samþykkt að stilla upp framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 13.1.2010 14:17 Mikil vinna lögð í að uppræta spillingu innan fjármálakerfisins Viðskiptaráðherra telur nær alveg víst að við rannsókn á bankahruninu komi í ljós að menn hafi brotið lög. Mikil vinna hafi verið lögð í að uppræta spillingu innan fjármálakerfisins. 13.1.2010 12:31 Þorkell semur við sjálfan sig um leigugreiðslur HR Þau ættu að vera hæg heimatökin fyrir Þorkel Sigurlaugsson að ganga frá samkomulagi við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um afslátt á 1000 milljóna króna leiguverði nýbyggingar Háskólans í Reykjavík. Hann er bæði fjármálastjóri HR og stjórnarmaður hjá Fasteign hf. 13.1.2010 12:15 Kvika færist í átt að toppgíg Eyjafjallajökuls Skjálftavirkni í Eyjafjallajökli hefur verið að færast í aukana á ný undanfarnar tvær vikur og tengir Veðurstofan það við kvikuhreyfingar í eldstöðinni. Mælingar sýna útþenslu fjallsins sem taldar eru benda til kvikuflutnings upp í jarðskorpuna í átt að toppgíg fjallsins, eða norðausturjaðri hans. 13.1.2010 12:00 Margrét Sverris gefur kost á sér Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. 13.1.2010 11:56 Rauði krossinn með símasöfnun vegna hamfaranna í Haítí „Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings,” segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem hefur opnað söfnunarsíma sinn vegna jarðskjálftans á Haítí í gærkvöldi. Rauði krossinn hér á landi hefur boðið fram vana sendifulltrúa í neyðarviðbrögðum. 13.1.2010 11:55 Rústabjörgunarsveitin farin af stað Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití. 13.1.2010 11:12 Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13.1.2010 10:38 Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13.1.2010 09:57 Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13.1.2010 09:38 Sjá næstu 50 fréttir
Vatnsleki í Vesturbæjarskóla - skólahaldi aflýst Allri kennslu hefur verið aflýst í Vesturbæjarskóla í dag þar sem kalt vatn flæddi um ganga skólans í nótt. Lekinn uppgötvaðist um klukkan átta og hefur slökkviliðið unnið að dælingu síðan þá. Vatnið fór um stærsta hluta fyrstu hæðar skólans og er töluvert tjón í matsal skólans. Þá er skólinn vatnslaus enn sem komið er. Foreldrar eru því beðnir um að sækja börnin sín í skólann. Síðar í dag verður tilkynnt um hvort skólahald geti farið fram á morgun með eðlilegum hætti. 14.1.2010 09:26
Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14.1.2010 08:34
Þjóðarskútan er farin í slipp Safnbaukurinn þjóðarskútan sem Víkurvagnar smíðuðu fyrir og gáfu Mæðrastyrksnefnd er komin í slipp hjá Víkurvögnum, að sögn Jóhannesar Valgeirs Reynissonar, starfsmanns Víkurvagna. 14.1.2010 06:00
Löngu tímabært að breyta stjórnarskrá Ekki er lengur ásættanlegt að vald til þess að skjóta lögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu liggi á herðum eins manns, þótt þjóðkjörinn sé, sagði Björg Thorarensen, forseti lagad 14.1.2010 06:00
Íslendingarnir komu til Haítí í gærkvöldi Þrjátíu og fimm björgunarsveitamenn flugu frá Íslandi í gærmorgun og voru lentir á Haítí innan við sólarhring eftir stóra skjálftann á þriðjudagskvöld. Íslenska björgunarsveitin var með þeim fyrstu á vettvang hamfaranna miklu. 14.1.2010 06:00
Erum enn meðal ríkustu þjóða „Við erum enn meðal ríkustu þjóða í heimi,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. 14.1.2010 06:00
Löng leið að eilífu sumri Lengi hafa menn horft til kríunnar með aðdáun fyrir þolgæði og hversu hatrammlega hún ver hreiður sitt og unga. Skiptir þá engu hvort á í hlut maður eða skepna. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að það sem við töldum okkur vita um hana virðist stórlega vanmetið. 14.1.2010 06:00
Kuldinn í Evrópu hækkar bensínverð Lítraverð á 95 oktana bensíni fór yfir 200 krónur með fullri þjónustu á stærri bensínstöðvum í fyrrakvöld þegar olíufélög hækkuðu verðið almennt um þrjár krónur. Hefur verðið aldrei áður verið eins hátt hérlendis. 14.1.2010 06:00
Stjórnin bíður viðbragða andstöðunnar Búist er við að formenn stjórnmálaflokkanna hittist að nýju í dag til að ræða mögulegar samningaviðræður um Icesave. 14.1.2010 05:00
Bolungarvík að ná vopnum sínum á ný Útsvarstekjur Bolungarvíkurkaupstaðar voru tæplega fjörutíu prósentum hærri árið 2009 en árið á undan. Þetta er stórt skref í viðsnúningi í fjármálum sveitarfélagsins, segir Elías Jónatansson bæjarstjóri. Á móti kemur að framlög Jöfnunarsjóðs lækkuðu um mikið á sama tíma og því nauðsynlegt að fara jafnframt í hagræðingu og sparnaðaraðgerðir. 14.1.2010 05:00
Lánveitingar með veði í eigin hlutabréfum verða bannaðar Fjármálafyrirtæki er óheimilt að veita lán sem eru tryggð með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum útgefnum af fyrirtækinu, samkvæmt frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Þá er fjármálafyrirtæki óheimilt að veita lán til stjórnarmanns, lykilstjórnanda eða þess sem á virkan eignarhlut í viðkomandi fyrirtæki nema með þröngum skilyrðum. 14.1.2010 05:00
Kann að seinka áætlun AGS Svo gæti farið að önnur endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefðist. Áformað var að hún færi fram síðar í þessum mánuði en að sögn Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, er alls óvíst að svo verði. Stjórnvöld vinni að því hörðum höndum að endurskoðunin fari fram á tilsettum tíma. 14.1.2010 04:45
Nýting til 100 til 300 ára Við mat á sjálfbærri nýtingu jarðhitasvæða er gengið út frá nýtingu til 100 til 300 ára. 14.1.2010 04:00
Bílalánin fjötra fólk sem flytur úr landi Fólk sem flyst úr landi getur ekki tekið bílinn með sér hvíli á honum lán. Talsmaður neytenda talar um átthagafjötra. Viðkomandi þurfa annaðhvort að rifta samningi, með tilheyrandi afföllum, eða borga af bíl hérlendis sem þau geta ekki notað. 14.1.2010 04:00
Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14.1.2010 03:30
„Þar sem einu sinni var fínt hótel…“ „Hann lét strax vita. Áður en við vissum af skjálftanum hringdi hann í konuna sína í Bandaríkjunum,“ sagði Alfa Ragnarsdóttir, móðir Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem var á Haítí þegar stóri skjálftinn reið yfir. 14.1.2010 03:15
Íslensku björgunarmennirnir komnir til Haíti Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er komin til Haiti. Flugvél Icelandair sem flutti sveitina lenti á flugvellinum í Port au Prince um níuleytið. 13.1.2010 21:34
Össur gríðarlega stoltur af íslensku björgunarsveitamönnunum „Ég er gríðarlega stoltur af því hversu vel þessi skipulagning hefur gengið, sem sýnir hvað vel þeir eru undirbúnir - og líka þessi göfuglynda fórnfýsi af þeim að rífa sig út í þessa óvissu,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um íslensku björgunarsveitina sem er komin til Haíti. 13.1.2010 22:02
Tveir handteknir vegna hnífsstungu við Þórðarsveig Tveir voru handteknir vegna hnífsstungu við Þórðarsveig í Grafarholti í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hlaut maðurinn, sem var stunginn, sár á hendi. Hann var sendur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Mennirnir sem handteknir voru eru núna í haldi lögreglunnar og verða yfirheyrðir. 13.1.2010 20:12
Stunginn í Þórðarsveig Karlmaður var stunginn í Þórðarsveig síðdegis í dag. Lögreglan hefur enn sem komið er ekki geta gefið nákvæmar lýsingar af atburðinum. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta blæddi hins vegar töluvert úr manninum, en ekki er vitað hversu alvarlega hann særðist. 13.1.2010 17:48
Íslenska björgunarsveitin farin frá Boston Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór frá Boston um klukkan fimm í dag en þar var lent til að taka eldsneyti áður en haldið er til Haiti. Lending er áætluð þar um klukkan níu að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. 13.1.2010 17:35
Hreyfingin vill ekki norrænan sáttasemjara Þingmenn Hreyfingarinnar vilja ekki að fenginn verði sáttasemjari frá Norðurlöndum til að miðla málum í Icesave deilunni. Ekki sé á það treystandi að sáttasemjari komi frá landi sem hafi beitt Íslendinga þrýstingi í málinu. 13.1.2010 15:16
Vill virkja fyrir rafmagnsbílaverksmiðju Fimm virkjanir í þremur stórfljótum Suðausturlands eru í undirbúningi. Ráðamenn Skaftárhrepps taka vel í áformin og vonast til að orkuverin leiði til þess að iðnaður festi rætur í sveitinni. Sveitarstjórinn vill helst rafmagnsbílaverksmiðju. 13.1.2010 18:49
Gunnar: Kúlulánadrotting Steingríms Forstjóri Bankasýslu ríkisins er kúlulánadrotting Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, að mati Gunnars Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi. Hann segir siðaumvandanir vinstrimanna alltaf eiga við alla aðra en þá sjálfa. 13.1.2010 14:44
Túlkur íslensku sveitarinnar missti húsið Haítíbúinn sem kemur til með að aðstoða og túlka fyrir íslensku rústabjörgunarsveitina sem er á leið til Haítí missti húsið sitt í jarðskjálftanum í gærkvöldi. Hann komst ásamt eiginkonu sinni og mánaðargömlu barni út úr húsinu en missti flestar aðrar eigur sínar. Þetta hefur Pétur Guðjónsson eftir honum en Pétur hefur dvalið langdvölum í landinu undanfarin 15 ár við hjálpar- og uppbyggingarstarf. Hann hefur í morgun ítrekað reynt að ná sambandi við íbúa sem hann þekkir á eyjunni og er túlkurinn sá eini sem Pétur hefur náð í. 13.1.2010 13:45
Bjóða fram aðstoð við að flytja erlenda ríkisborgara frá Haíti Utanríkisráðuneytið hefur boðið fram aðstoð við að flytja erlenda ríkisborgara frá Haítí með flugvélinni sem flytur íslensku alþjóðabjörgunarsveitina til hamfarasvæðanna þar. 13.1.2010 19:30
LÍÚ samþykkti að sigla flotanum í land Útvegsmenn hafa samþykkt að fiskiskipaflotanum verði siglt í land og hann bundinn við bryggju láti ríkisstjórnin ekki af áformum um fyrningu kvótans. Stjórnvöld hafa verið látin vita af þessum áformum. 13.1.2010 18:22
Rústabjörgunarsveitin í Boston Flugvél með íslenska alþjóðabjörgunarsveitina sem er á leið til Haítí millilenti í Bandaríkjunum á fimmta tímanum í dag til að taka eldsneyti. Áætlanir gera ráð fyrir að hún fari í loftið á nýjan leik skömmu eftir klukkan fimm. 13.1.2010 17:01
Fréttalesari BBC tekin á teppið fyrir að verja málstað Íslendinga Sally Magnusson, fréttalesari hjá BBC Scotland var á dögunum tekin á teppið af yfirboðurum sínum fyrir að brjóta reglur breska ríkisútvarpsins. Sally, sem er dóttir sjónvarpsmannsins víðfræga Magnúsar Magnússonar og þarafleiðandi hálf-íslensk, sendi inn lesendabréf til bresks dagblaðs þar sem hún gagnrýndi bresk yfirvöld fyrir óbilgirni í Icesave deilunni og spurði hvers vegna vextir á láninu væru ekki lægri en það sem samið var um, eða 5,5 prósent. 13.1.2010 16:51
Óku of hratt um Hvalfjarðargöngin Brot 99 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum á dagana 7. til 12. janúar. Vöktuð voru 10.360 ökutæki og því ók mjög lítill hluti ökumanna, eða tæplega 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Niðurstaðan er svipuð fyrri hraðamælingum í Hvalfjarðargöngunum en brotahlutfallið í þeim verður að teljast mjög lágt, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 13.1.2010 16:40
Sérfræðinganefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sérfræðinga sem gera mun tillögur til ríkisstjórnar og Stjórnarráðsins um viðbrögð af hálfu stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins 2008. 13.1.2010 15:50
Leituðu í Arnarnesvogi en fundu ekkert Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir klukkan hálf þrjú tilkynning um rekald í sjónum við Arnarnesvog sem talið var 20 til 40 metra frá landi. 13.1.2010 15:17
Eldur í Eyjum Laust fyrir klukkan 15:00 í dag var tilkynnt um eld í einbýlishúsi í Vestmannaeyjum. 13.1.2010 15:03
Libia og Ólafur fulltrúar Íslands á tvíæringnum Spænsk-íslenska listamannatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hefur verið valið til að sýna fyrir Íslands hönd á Feneyjatvíæringnum, La Biennale di Venezia 2011. Þetta var tilkynnt fyrr í dag. 13.1.2010 14:38
Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum 66°Norður og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn sameina krafta sína á ný á þessu ári og bjóða upp á hina vinsælu æfingaráætlun „Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum". Þetta er þriðja árið sem verkefnið er í gangi og gefur fólki tækifæri til að ganga á Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands (2210 m), á suðurhluta Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu. 13.1.2010 14:30
Uppstilling hjá VG í Hafnarfirði Á félagsfundi Vinstri grænna í Hafnarfirði nýverið var samþykkt að stilla upp framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 13.1.2010 14:17
Mikil vinna lögð í að uppræta spillingu innan fjármálakerfisins Viðskiptaráðherra telur nær alveg víst að við rannsókn á bankahruninu komi í ljós að menn hafi brotið lög. Mikil vinna hafi verið lögð í að uppræta spillingu innan fjármálakerfisins. 13.1.2010 12:31
Þorkell semur við sjálfan sig um leigugreiðslur HR Þau ættu að vera hæg heimatökin fyrir Þorkel Sigurlaugsson að ganga frá samkomulagi við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um afslátt á 1000 milljóna króna leiguverði nýbyggingar Háskólans í Reykjavík. Hann er bæði fjármálastjóri HR og stjórnarmaður hjá Fasteign hf. 13.1.2010 12:15
Kvika færist í átt að toppgíg Eyjafjallajökuls Skjálftavirkni í Eyjafjallajökli hefur verið að færast í aukana á ný undanfarnar tvær vikur og tengir Veðurstofan það við kvikuhreyfingar í eldstöðinni. Mælingar sýna útþenslu fjallsins sem taldar eru benda til kvikuflutnings upp í jarðskorpuna í átt að toppgíg fjallsins, eða norðausturjaðri hans. 13.1.2010 12:00
Margrét Sverris gefur kost á sér Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. 13.1.2010 11:56
Rauði krossinn með símasöfnun vegna hamfaranna í Haítí „Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings,” segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem hefur opnað söfnunarsíma sinn vegna jarðskjálftans á Haítí í gærkvöldi. Rauði krossinn hér á landi hefur boðið fram vana sendifulltrúa í neyðarviðbrögðum. 13.1.2010 11:55
Rústabjörgunarsveitin farin af stað Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití. 13.1.2010 11:12
Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13.1.2010 10:38
Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13.1.2010 09:57
Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13.1.2010 09:38