Innlent

Íslenska björgunarsveitin farin frá Boston

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rústabjörgunarsveitin er núna á flugi til Haíti. Mynd/ Valgarður.
Rústabjörgunarsveitin er núna á flugi til Haíti. Mynd/ Valgarður.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór frá Boston um klukkan fimm í dag en þar var lent til að taka eldsneyti áður en haldið er til Haiti. Lending er áætluð þar um klukkan níu að íslenskum tíma, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Ljóst er að íslenska sveitin verður meðal þeirra fyrstu á svæðið, enn sem komið er hafa engar alþjóðabjörgunarsveitir komist á staðinn en sú bandaríska mun væntanlega lenda í Haiti á svipuðum tíma.

Íslenska sveitin mun því að öllum líkindum fara í að undirbúa komu annarra sveita, koma upp fjarskiptum og samhæfingarstöð aðgerða. Einnig þarf að meta ástandið, hvar mesta þörfin er á aðstoð og finna mögulega staðsetningu búða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×