Innlent

Tveir handteknir vegna hnífsstungu við Þórðarsveig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan handtók tvo menn sem grunaðir eru um líkamsárás við Þórðarsveig.
Lögreglan handtók tvo menn sem grunaðir eru um líkamsárás við Þórðarsveig.
Tveir voru handteknir vegna hnífsstungu í Þórðarsveig í Grafarholti í dag. Maðurinn sem var stunginn hlaut sár á hendi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann var sendur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Mennirnir sem handteknir voru eru núna í haldi lögreglunnar og verða yfirheyrðir.

Íbúi í húsinu þar sem árásin varð segir að honum og konu hans hafi verið mjög brugðið vegna árásarinnar. „Jú eiginlega, við erum bara eiginlega að leita að íbúð og fara. Þetta er búið að fara versnandi í þessari blokk. Það er alltaf verra og verra fólk að flytja inn," segir maðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið.








Tengdar fréttir

Stunginn í Þórðarsveig

Karlmaður var stunginn í Þórðarsveig síðdegis í dag. Lögreglan hefur enn sem komið er ekki geta gefið nákvæmar lýsingar af atburðinum. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta blæddi hins vegar töluvert úr manninum, en ekki er vitað hversu alvarlega hann særðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×