Fleiri fréttir

Flugumferð dróst saman milli ára

Í þriðja skiptið á jafnmörgum árum fór fjöldi flugvéla um íslenska flugstjórnarsvæðið, sem er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð, yfir 100 þúsund markið. Heildarfjöldinn á síðasta ári var 101.504 þúsund flugvélar. Ef miðað er við árið 2008 þá dróst flugumferð saman um 8% en þá fóru 110.366 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið og höfðu aldrei orðið fleiri, að fram kemur í tilkynningu frá Flugstoðum.

Tíu gefa kost á sér í Ísafjarðarbæ

Tíu gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ sem fram fer laugardaginn 13. febrúar. Í kosningunum 2006 fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa af níu. Tveir þeirra, Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Birna Lárusdóttir, gefa ekki kost á sér.

Gísli Marteinn sáttur við fimmta sætið

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að það sé alltaf leiðinlegt að ná ekki þeim árangri sem stefnt er að. Hann stefndi á annað sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fór fram síðastliðinn laugardag en hafnaði í því fimmta.

Fullyrðir að leikskólar taki inn börn fram á haust

Engir sumarstarfsmenn verða ráðnir inn á leikskólana í sumar vegna niðurskurðar Reykjavíkurborgar og því verða færri börn tekin í aðlögun á leikskólana í vor eins og tíðkast hefur. Formaður leikskólaráðs borgarinnar fullyrðir hins vegar að leikskólarnir taki inn börn að óbreyttu fram á haust.

Sóknaráætlun á áætlun

Vinna við sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar, 20/20 Sóknaráætlun, gengur samkvæmt áætlun, að fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Boðað hefur verið til ráðstefnu síðar í vikunni sem er opin öllum þar sem fjallað verður sóknarfæri og áherslur á komandi árum.

Varað við fölsuðu megrunarlyfi

Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur sent frá sér viðvörun um að netverslanir hafi selt fölsuð megrunarlyfi sem heitir Alli. Lyfjastofnanir í Evrópu taka undir þessa viðvörun. Hylki með lyfjunum fékk markaðsleyfi á Íslandi í mars á síðasta ári en hafa ekki verið markaðssett, að fram kemur á vef Lyfjastofnunar.

Húsleitir hjá Existu og í London

Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla

Verslað með notaðar skólabækur fyrir 32 milljónir

Framhalds- og háskólanemar hafa verslað með notaðar bækur að andvirði 32 milljóna króna í vetur í gegn um vefsíðuna Skiptibokamarkadur.is þar sem hægt er að selja bækur milliliða- og endurgjaldslaust.

Fimmtíu ferðamenn létust á Íslandi

Á árunum 1999 til 2008 létust 129 einstaklingar á Íslandi sem áttu lögheimili erlendis. Tæplega helmingur þeirra var erlendir ferðamenn, alls 50. Í loft- eða landhelgi dó 21. Auk þess létust 19 íslenskir ríkisborgarar sem áttu lögheimili erlendis á tímabilinu. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Starfsmenn Keflavíkurflugvallar íhuga verkfall

Félagar flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), sem eru starfsmenn Keflavíkurflugvallar ohf., samþykktu í gær að vísa kjarasamningum við Samtök Atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá félögunum lýsa þeir yfir undrun og vanþóknun á gangi mála við gerð kjarasamninga.

Flautað í mótmælaskyni

Ökumenn hafa boðað til mótmæla í dag við Íslandsbanka, Kirkjusandi klukkan 12:15 en þaðan mun bílalestin halda að höfuðstöðvum SP Fjármögnunar í Sigtúni. Þá verður farið að Tryggingamiðstöðinni í Síðmúla og svo að Lýsingu í Ármúla. Mótmælunum lýkur svo við Frjálsa Fjárfestingabankann í Lágmúla.

Sendiherra lést í bílslysi

Sendiherra Þýskalands, Dr. Karl-Ulrich Müller, fannst látinn í bifreið sinni í Norðurárdal í Skagafirði í gær.

Orkuskipti í umferðinni

Fjöldi fyrirtækja tekur vetnisrafbíla í notkun. Hér er stærsti floti slíkra bíla í Evrópu. Þekkingarklasi á að stuðla að orkuskiptum í samgöngum, segir ráðherra.

Tilnefna má í þrjá daga enn

Lesendur Fréttablaðsins hafa verið iðnir við að senda tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna. Borist hafa á þriðja hundrað tilnefninga en tilnefningafrestur rennur út á fimmtudaginn næstkomandi, 28. janúar.

Þurfum að leita jafnvægis

Meiri aðgreining milli bankanna og fyrirtækja sem þeir þurfa að taka yfir eykur líkurnar á því að bankarnir setji fyrirtækin í þrot eða stutt söluferli í stað þess að taka þau yfir, segir Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans. Hvort tveggja sé ógnun við samkeppni.

Aukið svigrúm til að grípa inn í samruna

Samkeppniseftirlitið hefur rýmri heimildir en áður var talið til að grípa inn í samruna, og þar með meiri möguleika til að taka á samkeppnislegum vandamálum sem tengjast eignarhaldi bankanna á fyrirtækjum.

Grænt rafmagn knúði tölvu og ljós

Rafmagn hefur í fyrsta sinn verið framleitt úr gróðurhúsagasi hér á landi. Þannig framleitt rafmagn var síðasta föstudag notað hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands til að knýja ljósaperur og fartölvu. „Aðferðin boðar nýja orkubyltingu í endurnýtingu koltvísýrings,“ segir í tilkynningu.

Alvarlega slasaður eftir fall

Rúmlega þrítugur sjómaður sem slasaðist þegar hann féll í lest Kristrúnar II RE á sunnudag liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.

Styðja félög eins og kostur er

Skapist skilyrði til að koma á formlegu ættleiðingarsambandi við Haítí mun dómsmálaráðuneytið styðja við ættleiðingarfélögin eins og kostur er, segir Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra.

Fimm nýir í boði hjá Samfylkingu

Fimm nýir bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í ár. Nokkrir þeirra hafa áður komið að starfi flokksins, en ekki boðið sig fram í prófkjöri, eða setið á lista, fyrir flokkinn. Netkosning í prófkjörinu hefst í dag og lýkur henni á kjördag, laugardag.

Alþingismenn hvattir til að skrifa undir eið

Hópur fólks hefur sett á laggirnar heimasíðu á slóðinni heidur.is þar sem alþingismenn eru hvattir til þess að setja nafn sitt við yfirlýsingu sem birtist á síðunni.

Banaslys í Norðurárdal

Banaslys varð í Skagafirði í Norðurárdal nyrðri þegar maður missti stjórn á bíl sínum og hafnaði út í Norðurá. Maðurinn, sem er útlendingur, fór úr höfuðborginni í gær áleiðis norður og þegar hann hafði ekki skilað sér var hafin leit að honum.

Grunaður um smygl á tugum kílóa af fíkniefnum

Umfangsmikið fíkniefnamál sem nú er til rannsóknar Í Portúgal á rætur sínar að rekja til Íslands. Portúgalskur karlmaður sem búið hefur á Íslandi undanfarin ár var handtekinn í landinu í síðasta mánuði með mikið magn fíkniefna í fórum sínum . Hann var á leið til Íslands þegar hann var handtekinn.

Stendur ekki til að yfirheyra Bjarna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur ekki verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og Milestone. Bjarni hafði milligöngu um að félagið Vafningur tæki tíu milljarða króna lán hjá Sjóvá. Lánið var aldrei greitt til baka.

Varð nærri úti í Kópavogi

Lögreglan rannsakar nú tildrög þess að 35 ára gömul kona varð næstum úti um helgina, en hún fannst illa haldin skammt frá heimili sínu í Kópavogi á laugardagsmorgun.

Lára V. settur ríkissaksóknari í máli níumenninganna

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur falið Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni að vera settur ríkissaksóknari í máli á hendur fólkinu sem ákært er fyrir að ráðast inn á Alþingi í búsáhaldabyltingunni.

Stjórn og stjórnarandstaða standi saman

Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hvetur stjórn og stjórnarandstöðu til þess að standa saman um skilmála í viðræðum við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um skuldbindingar Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave-reikninga Landsbankans.

Björn Valur: Þjóðin þarf ekki Friðrik Sophusson

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, er ósáttur við skipan Friðriks Sophussonar, sem stjórnarformanns Íslandsbanka. Hann vill að stjórnendur bankans endurskoði ákvörðun sína. „Þetta er ekki það sem íslenska þjóðin þarf á að halda núna," segir Björn Valur.

Páll Hreinsson: Leiður yfir seinkun skýrslunnar

Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar.

Ríkissaksóknari: „Hreinlega yfirsást þetta og það er miður“

„Skýringin er sú að ég fór ekki með málið sjálfur heldur var það í höndum saksóknarans sem undirritaði ákæruna,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, en hann þurfti að draga ákæru á hendur níu mótmælendum fyrir árás á Alþingi, til baka vegna fjölskyldutengsla við þingvörð sem lagði fram bótakröfu vegna málsins.

Þykir fresturinn óþægilegur

„Ég hef þá skoðun að svo fremi sem þessi skýrsla hafi eitthvert innihald og innlegg í rannsókn þessa máls, eins og henni er ætlað að verða, þá er mjög slæmt að það skuli dragast að henni sé skilað,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, um þá ákvörðun rannsóknarnefndar Alþingis að fresta skýrslunni til lok febrúar.

Leikskólastjóri segir fullyrðingar formanns leikskólaráðs rangar

Leikskólastjóri á ungbarnaleikskólanum Ársól, segir fullyrðingar formanns leikskólaráðs Reykjavíkurborgar rangar um að börn verði tekin inn á leikskólana að öllu óbreyttu fram á haust. Leikskólum sé sniðinn mjög þröngur stakkur og útlit fyrir að fá börn komist inn fyrr en í ágúst. Á annað hundrað börn bíða eftir leikskólaplássi á ungbarnaleikskólum og biðlistar hrannast upp hjá dagforeldrum.

Reglusamur borgari í fullri vinnu

Maður á fimmtugsaldri sem handtekinn var fyrir að hafa atað málningu á hús Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, er í vinnu og ekki þekktur fyrir óreglu. Maðurinn var handtekinn síðastliðið föstudagskvöld og sleppt eftir yfirheyrslur á laugardeginum, en hann er grunaður um að hafa skvett málningu á hús annarra þjóðþekktra auðmanna undanfarna mánuði.

Hvergi alvarlegt tjón

Þrátt fyrir mörg foktilvik, varð hvergi alvarlegt tjón og engan sakaði í suðaustanstormi, sem brast á sunnan- og suðvestan til á landinu í nótt og morgun. Enn er illviðri á Vestfjörðum.

Sjá næstu 50 fréttir