Alþingismenn hvattir til að skrifa undir eið 25. janúar 2010 21:50 MYND/GVA Hópur fólks hefur sett á laggirnar heimasíðu á slóðinni heidur.is þar sem alþingismenn eru hvattir til þess að setja nafn sitt við yfirlýsingu sem birtist á síðunni. Með því að skrifa undir heita þingmennirnir því að setja hagsmuni þjóðarinnar framar hagsmunum flokksins, sjálfs sín og hvers konar sérhagsmuna, flytja mál, tala og kjósa í hverju máli samkvæmt eigin sannfæringu og gera í staði sitt besta til að standa undir því trausti sem þeim er sýnt. Þá heita þingmennirnir því að meta skoðanir og hugmyndir á eigin verðleikum óháð því hver setur þær fram og virða þá sem eru þeim ósammála, kynna sér rök þeirra og skilja til hlítar hvar þeim greinir á. Þá eru þingmenn hvattir til að orða skoðanir sínar á þann hátt að það leiði til samstöðu og sátta, frekar en sundrungu. Að síðustu heita þeir þingmenn sem skrifa undir yfirlýsinguna að byggja skoðun sína á öllum staðreyndum mála, einnig þeim sem ekki henta eigin málstað og að vera tilbúnir til að skipta um skoðun ef nýjar upplýsingar, skilningur eða aðstæður kalla á það - „og unna öðrum hins sama," eins og segir að lokum. „Jafnframt heiti ég því að hafa í huga að aðrir Alþingismenn eru samstarfsmenn mínir - og eru líka hér til að vinna Íslandi vel. Það sem skilur okkur að eru þær leiðir sem við teljum líklegastar til árangurs. Við erum því ekki andstæðingar, heldur samherjar í því að vinna að hagsmunum þjóðarinnar," segir að síðustu. Almenningi gefst kostur á að skrá sig í Facebook hóp sem settur hefur verið upp þar sem skorað er á alþingismenn að setja nafn sitt við yfirlýsinguna. Enn sem komið er hefur enginn þingmaður gengist opinberlega undir yfirlýsinguna en það geta þeir meðal annars gert með því að ganga í Facebook hópinn hér. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hópur fólks hefur sett á laggirnar heimasíðu á slóðinni heidur.is þar sem alþingismenn eru hvattir til þess að setja nafn sitt við yfirlýsingu sem birtist á síðunni. Með því að skrifa undir heita þingmennirnir því að setja hagsmuni þjóðarinnar framar hagsmunum flokksins, sjálfs sín og hvers konar sérhagsmuna, flytja mál, tala og kjósa í hverju máli samkvæmt eigin sannfæringu og gera í staði sitt besta til að standa undir því trausti sem þeim er sýnt. Þá heita þingmennirnir því að meta skoðanir og hugmyndir á eigin verðleikum óháð því hver setur þær fram og virða þá sem eru þeim ósammála, kynna sér rök þeirra og skilja til hlítar hvar þeim greinir á. Þá eru þingmenn hvattir til að orða skoðanir sínar á þann hátt að það leiði til samstöðu og sátta, frekar en sundrungu. Að síðustu heita þeir þingmenn sem skrifa undir yfirlýsinguna að byggja skoðun sína á öllum staðreyndum mála, einnig þeim sem ekki henta eigin málstað og að vera tilbúnir til að skipta um skoðun ef nýjar upplýsingar, skilningur eða aðstæður kalla á það - „og unna öðrum hins sama," eins og segir að lokum. „Jafnframt heiti ég því að hafa í huga að aðrir Alþingismenn eru samstarfsmenn mínir - og eru líka hér til að vinna Íslandi vel. Það sem skilur okkur að eru þær leiðir sem við teljum líklegastar til árangurs. Við erum því ekki andstæðingar, heldur samherjar í því að vinna að hagsmunum þjóðarinnar," segir að síðustu. Almenningi gefst kostur á að skrá sig í Facebook hóp sem settur hefur verið upp þar sem skorað er á alþingismenn að setja nafn sitt við yfirlýsinguna. Enn sem komið er hefur enginn þingmaður gengist opinberlega undir yfirlýsinguna en það geta þeir meðal annars gert með því að ganga í Facebook hópinn hér.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira