Lára V. settur ríkissaksóknari í máli níumenninganna 25. janúar 2010 17:20 Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur falið Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni að vera settur ríkissaksóknari í máli á hendur fólkinu sem ákært er fyrir að ráðast inn á Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákærurnar beinast að níu nafngreindum mönnum fyrir meint brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot, með því að hafa þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, ruðst í heimildarleysi inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Eins og greint hefur verið frá sendi Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari dómsmála- og mannréttindaráðherra bréf föstudaginn 22. janúar þar sem hann óskaði eftir því að settur yrði annar löghæfur maður til að fara með málið vegna vanhæfis síns á grundvelli fjölskyldutengsla, einn þingvörðurinn sem lenti í átökunum er hálfsystir eiginkonu hans. „Með bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 22. janúar sl., var ákæra í málinu afturkölluð þar sem í ljós kom að meðal brotaþola er þingvörður sem er hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari er því lögum samkvæmt vanhæfur til að fara með málið og hefur því vikið sæti sbr. 26. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008," segir ennfremur í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ákæra dregin til baka - þingvörður hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara Ákæra á hendur níu einstaklingum sem voru ákærðir meðal annars fyrir árás á Alþingi í desember 2008 hefur verið dregin til baka þar sem í ljós kom að þingvörður, sem var brotaþoli, er hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara og hann því vanhæfur. 25. janúar 2010 12:36 Ríkissaksóknari: „Hreinlega yfirsást þetta og það er miður“ „Skýringin er sú að ég fór ekki með málið sjálfur heldur var það í höndum saksóknarans sem undirritaði ákæruna,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, en hann þurfti að draga ákæru á hendur níu mótmælendum fyrir árás á Alþingi, til baka vegna fjölskyldutengsla við þingvörð sem lagði fram bótakröfu vegna málsins. 25. janúar 2010 13:44 Vissi um fjölskyldutengslin áður en ákæra var gefin út Ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, vissi um fjölskyldutengsl sín við þingvörðinn sem lagði fram bótakröfu í máli gegn níumenningum sem ruddust inn á Alþingi, áður en ákæran var gefin út. 25. janúar 2010 16:43 Lagadeild svarar Borgarahreyfingunni Prófessor lagadeildra Háskóla Íslands, Ragnheiður Bragadóttir, hefur svarað fyrirspurn Borgarahreyfingarinnar en hún fór þess á leit við lagadeild HÍ að sérfræðingar hennar gæfu álit sitt á því hvort að ákæra skrifstofustjóra Alþingis á hendur 9 mótmælendum með tilvísun til 100 gr. almennra hegningarlaga frá 1940 væri viðeigandi. 25. janúar 2010 11:25 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur falið Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanni að vera settur ríkissaksóknari í máli á hendur fólkinu sem ákært er fyrir að ráðast inn á Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Ákærurnar beinast að níu nafngreindum mönnum fyrir meint brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot, með því að hafa þann 8. desember 2008, ásamt hópi óþekktra manna, ruðst í heimildarleysi inn í Alþingishúsið við Austurvöll meðan á þingfundi stóð, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Eins og greint hefur verið frá sendi Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari dómsmála- og mannréttindaráðherra bréf föstudaginn 22. janúar þar sem hann óskaði eftir því að settur yrði annar löghæfur maður til að fara með málið vegna vanhæfis síns á grundvelli fjölskyldutengsla, einn þingvörðurinn sem lenti í átökunum er hálfsystir eiginkonu hans. „Með bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 22. janúar sl., var ákæra í málinu afturkölluð þar sem í ljós kom að meðal brotaþola er þingvörður sem er hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari er því lögum samkvæmt vanhæfur til að fara með málið og hefur því vikið sæti sbr. 26. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008," segir ennfremur í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ákæra dregin til baka - þingvörður hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara Ákæra á hendur níu einstaklingum sem voru ákærðir meðal annars fyrir árás á Alþingi í desember 2008 hefur verið dregin til baka þar sem í ljós kom að þingvörður, sem var brotaþoli, er hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara og hann því vanhæfur. 25. janúar 2010 12:36 Ríkissaksóknari: „Hreinlega yfirsást þetta og það er miður“ „Skýringin er sú að ég fór ekki með málið sjálfur heldur var það í höndum saksóknarans sem undirritaði ákæruna,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, en hann þurfti að draga ákæru á hendur níu mótmælendum fyrir árás á Alþingi, til baka vegna fjölskyldutengsla við þingvörð sem lagði fram bótakröfu vegna málsins. 25. janúar 2010 13:44 Vissi um fjölskyldutengslin áður en ákæra var gefin út Ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, vissi um fjölskyldutengsl sín við þingvörðinn sem lagði fram bótakröfu í máli gegn níumenningum sem ruddust inn á Alþingi, áður en ákæran var gefin út. 25. janúar 2010 16:43 Lagadeild svarar Borgarahreyfingunni Prófessor lagadeildra Háskóla Íslands, Ragnheiður Bragadóttir, hefur svarað fyrirspurn Borgarahreyfingarinnar en hún fór þess á leit við lagadeild HÍ að sérfræðingar hennar gæfu álit sitt á því hvort að ákæra skrifstofustjóra Alþingis á hendur 9 mótmælendum með tilvísun til 100 gr. almennra hegningarlaga frá 1940 væri viðeigandi. 25. janúar 2010 11:25 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ákæra dregin til baka - þingvörður hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara Ákæra á hendur níu einstaklingum sem voru ákærðir meðal annars fyrir árás á Alþingi í desember 2008 hefur verið dregin til baka þar sem í ljós kom að þingvörður, sem var brotaþoli, er hálfsystir eiginkonu ríkissaksóknara og hann því vanhæfur. 25. janúar 2010 12:36
Ríkissaksóknari: „Hreinlega yfirsást þetta og það er miður“ „Skýringin er sú að ég fór ekki með málið sjálfur heldur var það í höndum saksóknarans sem undirritaði ákæruna,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, en hann þurfti að draga ákæru á hendur níu mótmælendum fyrir árás á Alþingi, til baka vegna fjölskyldutengsla við þingvörð sem lagði fram bótakröfu vegna málsins. 25. janúar 2010 13:44
Vissi um fjölskyldutengslin áður en ákæra var gefin út Ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, vissi um fjölskyldutengsl sín við þingvörðinn sem lagði fram bótakröfu í máli gegn níumenningum sem ruddust inn á Alþingi, áður en ákæran var gefin út. 25. janúar 2010 16:43
Lagadeild svarar Borgarahreyfingunni Prófessor lagadeildra Háskóla Íslands, Ragnheiður Bragadóttir, hefur svarað fyrirspurn Borgarahreyfingarinnar en hún fór þess á leit við lagadeild HÍ að sérfræðingar hennar gæfu álit sitt á því hvort að ákæra skrifstofustjóra Alþingis á hendur 9 mótmælendum með tilvísun til 100 gr. almennra hegningarlaga frá 1940 væri viðeigandi. 25. janúar 2010 11:25