Innlent

Vill skýringar á samskiptum ríkisstjórnar og erlendra fjölmiðla

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefur óskað eftir fundi hjá utanríkismálanefnd í fyrramálið vegna viðbragða erlendis eftir að forseti Íslands synjaði lögum um ríkisábyrgð á Icesave.

„Ég vil bara sjá hvernig erlendu samskiptin voru og hvað sé verið að skipuleggja til þess að halda hagsmunum Íslands á lofti," segir Þorgerður sem þótti viðbrögð ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í stjórnarráðinu í hádeginu í gær verulega vond. Hún segir ríkisstjórnina hafa fengið gott tækifæri til þess að koma skýrum skilaboðum á framfæri en misnotað þetta tækifæri í gær.

Í staðinn fékk Ísland harkalega útreið í breskum og hollenskum fjölmiðlum.

Fundur utanríkismálanefndar hefst klukkan 9 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×