Innlent

Viðvörunarbréf til forseta: Geta beðið með samninga í tvö ár

Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi.
Ólafur Ragnar Grímsson á blaðamannafundi.

Í bréfi sem forsætisráðuneytið sendi Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, degi áður en hann synjaði staðfestingar á Icesave-lögunum, kemur fram að mögulegt sé að Hollendingar og Bretar myndu ekki vilja semja aftur við Ísland um Icesave næstu árin verði núverandi samkomulag fellt úr gildi.

Bréfið var sent til Ólafs Ragnars kvöldið áður en hann tók ákvörðun sína í gær samkvæmt fréttastofu ríkisútvarpsins, og var skjalinu ætlað að brýna fyrir honum mikilvægi þess að lögin um ríkisábyrgð yrðu samþykkt.

Í bréfinu kemur ennfremur fram að Bretar og Hollendingar fái lítið meira út úr samningum eða jafnvel minna en án þeirra og gætu með nokkrum rétti

haldið því fram að íslensk stjórnvöld séu ekki samningshæf. Þeir þurfi því ekki að taka afstöðu til málshöfðunar fyrr en 2012.

Þá segir í lok bréfsins að staða Íslands í alþjóðasamstarfi væri stórlöskuð verði ríkisábyrgðin ekki samþykkt. Hætta er á að um langa hríð yrði litið svo

á að landið væri óábyrgt og stjórnvöld ekki fær um til að taka bindandi ákvarðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×