Innlent

Icesave ekki aðgöngumiði að ESB

Mynd/GVA
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir rangt að halda því fram að Icesave lögin séu aðgöngumiði Íslands að Evrópusambandinu.

„Þegar íslensk stjórnvöld undirgengust að taka ábyrgð á lágmarksinnistæðum Icesavereikninganna undir lok ársins 2008, var umsókn að Evrópusambandinu ekki einu sinni á dagskrá. Umsóknin komst ekki á dagskrá hér á landi fyrr en í kosningabaráttunni á útmánuðum 2009," segir þingmaðurinn í pistli á heimasíðu sinni.

Valgerður rifjar upp aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var afhent í júlí í fyrra. Ráðherraráð ESB hafi í framhaldinu ákveðið að fela framkvæmdastjórn sambandsins að undirbúa umsögn um aðildarumsóknin sem verði væntanlega á dagskrá leiðtogaráðs ESB í mars.

„Hvert eitt hinna 27 ríkja í Evrópusambandinu getur komið í veg fyrir að framhald verði á málinu. Hollendingar geta það, Bretar geta það, Pólverjar og 24 aðrar þjóðir. Ef einhver gerir það trúi ég því að það verði ekki vegna Icesave - heldur vegna hins að við erum þjóð sem virðist ekki vilja standa við orð sín," segir Valgerður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×