Fleiri fréttir

Hart tekist á um ákvörðun Ólafs á Facebook

Tvær Facebook síður hafa verið stofnaðar í kjölfar ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í gær þegar hann neitaði að skrifa undir Icesave lögin. Önnur síðan krefst þess að forsetinn segi af sér en á hinni kemur saman fólk sem vill þakka Ólafi Ragnari fyrir hugrekkið. Mjótt er á mununum á milli hópanna því 5.705 vilja að forsetinn segi af sér en 5.573 lýsa yfir stuðningi við hann.

Handtóku vitorðsmann þjófs á Selfossi

Lögreglan á Selfossi handtók í gærkvöldi mann, sem talinn er hafa verið í vitorði við mann, sem handtekinn var í fyrrinótt eftir innbrot í tölvuverslun i bænum. Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum í gær, en hinn handtekinn nokkru síðar. Í fórum hans fundust hlutir, sem talið er að séu úr innbrotum, en Selfosslögreglan rannsakar nú fimm innbrot í sumarbústaði í Grímsnesi um síðustu helgi.

Íbúðir fylltust af reyk

Töluverðar reykskemmdir urðu innanstokks í íbúðarhúsi á Seltjarnarnesi í gærkvöldi, eftir að húsið fylltist af reyk, en engin var heima þegar það gerðist. Reykinn lagði frá arni, eða kamínu, þar sem eldur logaði, en þar sem trekkspjaldið í reykháfnum var lokað, leitaði reykurinn inn í húsið en ekki upp reykháfinn. Slökkviliðið reykræsti húsið.

Íslenskar gæsir fresta för sinni til Bretlands

Fjórir veiðimenn skutu 27 grágæsir í Landeyjum á Suðurlandi í gær, sem telst til tíðinda á þessum árstíma. Þær eru yfirleitt farnar til Bretlands eigi síðar en í desember, en heimilt er að skjóta þær til 15. mars.

Ríkisstjórnin ræddi afsögn eftir synjun

Reglubundinn ríkisstjórnarfundur var í stjórnarráðinu í gær þegar blaðamannafundur forsetans hófst á Bessastöðum. Hlé var gert og hlýtt á forsetann en sex mínútur yfir ellefu bárust ráðherrum bréf frá forsetanum um að hann ætlaði að synja frumvarpinu staðfestingar. Í kjölfarið ræddu ráðherrar það af mikilli alvöru hvort rétt væri að stjórnin færi frá. Ákveðið var að sitja áfram.

Hótaði fangaverði lífláti í stroktilraun

Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti um hádegisbilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framlengingar á gæsluvarðhaldi hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn, sem hann hótaði fangaflutningamanninum með.

Vísað til þjóðarinnar

Forseti Íslands telur að meirihluti þjóðarinnar og alþingismanna vilji kjósa um Icesave-lögin. Hann vonast eftir varanlegri sátt um málið. Mat forsetans á því hvort málum sé skotið til þjóðarinnar ræður segir lagaprófessor við HR.

Kærður fyrir að svipta stúlku frelsi og nauðga henni ítrekað

Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna samskipta sinna við þrjár ungar stúlkur sem hann komst í kynni við á Face­book er grunaður um að hafa haldið einni þeirra nauðugri á heimili sínu yfir nótt og nauðgað henni ítrekað. Jafnframt er hann grunaður um að hafa haft samræði við hinar tvær.

Aftur komin í björgunarstarf

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun forsetans hafi sett marga þætti efnahagslífsins í uppnám. „Við erum aftur komin í björgunarstarf sem við töldum að við hefðum lokið að mestu og við héldum að við gætum farið að einbeita okkur að uppbyggingunni. Nú sjáum við viðbrögð alþjóðasamfélagsins; lánshæfismatið er komið í ruslflokk, vaxtalækkunarferlinu er stefnt í óvissu, áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og gengisþróuninni er stefnt í óvissu, þetta hefur áhrif á skuldatryggingaálagið og við vitum ekki nema þetta geti haft áhrif á frestun lána frá Norðurlöndunum.

Óvíst hvaða reglum verður kosið eftir

Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, eitt stjórnarfrumvarp og annað þingmannafrumvarp. Allsendis er þó óvíst að við annaðhvort þeirra verði stuðst við fyrirkomulag þessarar atkvæðagreiðslu.

Þjóðin kýs um hvort lögum verður breytt

Innan tíðar verða lög um breytingar á ríkisábyrgð vegna Icesave borin undir þjóðina til synjunar eða samþykktar. Þar fær hún tækifæri til að taka afstöðu til þess hvort þær breytingar sem Alþingi gerði á fyrri lögum um málið, sem samþykkt voru í september, verði grundvöllur samninga við Breta og Hollendinga.

Ógilding lögleg en pólitískt ólíkleg

Það mundi standast stjórnarskrána að Alþingi felldi Icesave-lögin úr gildi í stað þess að vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þó pólitískt ólíklegt að núverandi ríkisstjórnarflokkar afgreiði málið með þeim hætti. Þetta er mat Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í sama streng tekur Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við HÍ.

Kvartað vegna lána

Nokkrar kvartanir hafa borist Neytendasamtökunum vegna svokallaðra SMS-lána sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Samtökin vilja að gripið verði til aðgerða gegn slíkum lánum hér á landi til að koma í veg fyrir frekari framgang þeirra.

Áfellisdómur

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, lítur á ákvörðun forseta sem áfellisdóm yfir störfum sínum.

Ísland í fimmta sæti

Hlutfallslega fæst banaslys urðu í umferðinni á Möltu samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nýliðið ár. Banaslysin voru 3,7 á hverja 100 þúsund íbúa á Möltu, en 5,4 á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi.

Ákærðir fyrir að ræna mann

Dómsmál Tveir karlmenn, 29 og 35 ára, hafa verið ákærðir fyrir húsbrot, rán, eignaspjöll og tilraun til fjárkúgunar.

Líkur minnka á hagvexti í ár

„Lykillinn að endurreisninni er að Ísland hafi aðgang að fjármálamörkuðum. Með þessu er óvissa um aðgang ríkisins að lánsfé sem og opinberra fyrirtækja sem hafa verið að leita eftir fyrirgreiðslu. Svo snertir þetta bankana sem þurfa erlent lánsfé til að endurlána inn í atvinnulífið," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Þessi ákvörðun tefur fyrir og skapar óþarfa óvissu."

Óvissa og tóm í stjórnarskránni

„Forsetinn þarf ekki að rökstyðja ákvörðun sína þótt hann vilji gera það til að réttlæta niðurstöðuna,“ segir Björg Thorarensen, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hún segir rökstuðninginn hafa litla þýðingu. Aðalatriðið segir Björg vera málskotsheimild forseta í stjórnarskrá og segir merkilegt að stjórnmálamenn skuli ekki, eftir ákvörðun forseta árið 2004, þegar hann synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar, hafa tekið málið upp og búið til farveg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur.

Tvísýnt um endurreisnaráætlun

„Með ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki breytingu Alþingis á lögum nr. 96/2009, svokölluðum Icesave-lögum er þeim árangri sem náðst hefur í endurreisnaráætlun stjórnvalda teflt í mikla tvísýnu,“ segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Ólafur Ragnar sveik Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fund hennar og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, með fulltrúum stjórnarnandstöðunnar í kvöld að hún hafi ekkert vitað um fyrirætlanir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, fyrr en hann tilkynnti hana í fjölmiðlum í morgun. Hún hafi hinsvegar rætt við Ólaf Ragnar í gær og þá hafi hann sagt að hann ætlaði að láta hana vita um afstöðu sína áður en hann tilkynnti hana almenningi, en það hafi Ólafur af einhverjum ástæðum ekki gert.

Kosið um Icesave 20. febrúar

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og forseti Íslands neitaði í dag að staðfesta fer fram laugardaginn 20. febrúar. Þetta er fullyrt á fréttavefnum Svipan.is sem nátengdur Hreyfingunni.

Alþingi kallað saman í lok vikunnar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, funduðu í Ráðherrabústaðnum kvöld með forystumönnum stjórnandstöðunnar og er þeim fundum lokið.

Ríflega 4300 vilja að forsetinn segi af sér

Mjög hefur fjölgað í hópi þeirra sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér sem forseti Íslands vegna ákvörðunar hans að neita að staðfesta Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir tæpri viku. Skömmu eftir að ákvörðun Ólafs lág fyrir var stofnaður sérstakur hópur á Facebook sem vill að forsetinn láti af störfum.

Rafmagn komið á í Hádegismóum og Árbæ

Háspennubilun varð um klukkan 21:15 í kvöld sem orsakaði rafmagnsleysi í rúman hálftíma í hluta Árbæjarhverfis og Hádegismóum, en rafmagn er nú komið aftur á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Grafalvarleg staða

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að upp sé komin grafalvarleg staða vegna ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, um að synja lögum um Icesave staðfestingar. Fulltrúar vinnuveitenda og launþega sem komu að stöðugleikasáttmálanum funduðu með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum fyrr í kvöld. Ákaflega mikilvægt er að treysta samstarf þessara aðila, að mati Gylfa.

Stjórnarandstaðan boðuð í Ráðherrabústaðinn

Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa verið boðaðir á fund með leiðtogum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan níu. Fundi ríkisstjórnarinnar með aðilum vinnumarkaðarins er nýlokið.

„Endurnýjað hrun nú í boði forsetans“

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, óttast afleiðingar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði í dag að skrifa undir Icesave lögin og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kanada eða ESB leiði Icesave til lykta

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá óháðan aðila eins og Evrópusambandið eða Kanada til að leiða málið til lykta. Hann segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við synjun forsetans hafi valdið sér vonbrigðum.

Jón Baldvin: Ég væri löngu farinn til Bessastaða

„Ég leyfi mér nú að efast um hann hafi hugsað þetta mál til enda,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, aðspurður um þá ákvörðun forseta Íslands að staðfesta ekki Icesave lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember. Hann fullyrðir að Alþingi sé óstarfshæft.

Stjórnarsamstarfið ekki í hættu - ósátt með afstöðu Ólafs

Þingflokksfundi Samfylkingarinnar sem hófst klukkan þrjú er lokið. Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að staðfesta ekki Icesave lögin setur hagsmuni þjóðarinnar í hættu, að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Hún fullyrðir að stjórnarsamstarfið sé ekki í hættu vegna ákvörðunar Ólafs.

Víkingur Heiðar hlýtur bjartsýnisverðlaunin

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2009. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin í Iðnó í dag og afhenti Víkingi Heiðari áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona, fékk viðurkenninguna í fyrra.

Segir AGS draga fjárhagsaðstoðina til baka ef þjóðin hafnar Icesave

Allur alþjóðlegur fjárhagslegur stuðningur við Ísland verður úr sögunni ef Íslendingar greiða ekki Bretum og Hollendingum skaðann sem hlaust af Icesave-málinu. Þetta sagði Paul Myners, bankamálaráðherra í Bretlandi, í viðtali við Reuters fréttastofuna í dag.

Framsóknarmenn funda í kvöld

Þingflokkur Framsóknarflokksins ætlar að hittast í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála í kjölfar þess að forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að staðfesta Icesave lögin svokölluðu. Þingflokkar Samfylkingar og VG funda nú um sama mál.

Engin viðbrögð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Engin viðbrögð fást frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna synjunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Icesave-lögunum svokölluðu. Þegar Vísir reyndi að hafa samband við Franek Rozwadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, þá fengust þau skilaboð að sjóðurinn hygðist ekki tjá sig um málið í dag.

Össur fer ekki til Indlands með Ólafi Ragnari

Össur Skarphéðinsson ætlar ekki að fara með forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni til Indlands þar sem forsetinn mun meðal annars taka við Nehru-verðlaununum svokölluðu. Heimsóknin er opinber og til stóð að utanríkisráðherrann færi með forsetanum til fundar við forseta Indlands Pratibha Patil, forsætisráðherrann Manmohan Singh og aðra ráðamenn landsins.

Þingflokkarnir meta stöðuna

Þingfundir eru nú að hefjast hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum þar sem staðan verður metin í kjölfar ákvörðunar forseta um að synja lögum um ríkisábyrgð í Icesave-málinu staðfestingar. Þingflokkarnir funda sitt í hvoru lagi til að byrja með en síðan má gera ráð fyrir því að meirihlutinn hittist til að ráða ráðum sínum.

Stjórnarþingmaður krefst afsagnar forsetans á Facebook

Þingmaður Samfylkingarinnar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, hefur bæst í hóp þeirra tæplega 1500 manna sem vilja að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segi af sér embætti. Vísir sagði frá því fyrr í dag að hópur væri kominn á Facebook sem krefðist þess að forsetinn segði af sér eftir að hann synjaði Icesave-lögunum í morgun.

Allra augu beinast að Íslandi

Fjölmiðlar allra helstu nágrannaríkja okkar Íslendinga hafa sagt frá ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesavelögum um staðfestingu í dag. Eftir hádegi í dag var fréttin efst á vef bresku BBC fréttastofunnar.

Sjá næstu 50 fréttir