Innlent

The Sun fjallar um spilafíkn Eiðs

The Sun fjallar um landsliðsmanninn Eið Smára í dag.
The Sun fjallar um landsliðsmanninn Eið Smára í dag.

Breska götublaðið The Sun fjallar um skuldastöðu og spilafíkn landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen í dag. Fullyrt er að Eiður hafi eytt sumarfríi sínu undanfarin tvö ár í spilaborginni Las Vegas.

Í umfjöllun sinni um skuldastöðu Eiðs, sem nú leikur með franska úrvarsdeildarliðinu Monaco, vísar blaðið í frétt DV frá því í gær. Þar kom fram að hann skuldar tæplega 1200 milljónir króna. Stærsti lánveitandi knattspyrnukappans er Banque Havilland í Lúxemborg, áður Kaupþing í Lúxemborg.

„Eiður er góður strákur og allir trúðu að hann hefði sigrast á spilafíkninni," hefur The Sun eftir ónafngreindum heimildarmanni sínum.

Fréttina er hægt að nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×