Innlent

Segir meirihlutann haldinn útsvarsfælni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sóley segir meirihlutann ekki forgangsraða í þágu hinna efnaminni. Mynd/ anton.
Sóley segir meirihlutann ekki forgangsraða í þágu hinna efnaminni. Mynd/ anton.
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, segir að velferðamál hafi ekki verið meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur ofarlega í huga við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Í pistli á vefsíðu sinni segir hún meirihlutann vera haldinn útsvarsfælni sem leiði af sér stórkostlegan niðurskurð sem bitni harkalega á þeim sem síst skyldi.

Sóley segir að börn á frístundaheimilum og börn á leikskólaaldri muni finna fyrir niðurskurðinum í verri þjónustu. Forgangsröðunin sé ekki í þágu barna og velferðar. „Miklu nær væri að segja að forgangsröðunin væri í þágu hinna efnameiri, enda kemur óbreytt útsvarsprósenta sér best fyrir þá," segir Sóley.

Sóley segir að ljóst sé að sú útsvarshækkun sem Vinstri græn hafi lagt áherslu á gæti skapað borginni 6-700 milljónir króna í tekjur á næsta ári. Þá upphæð hefði svo sannarlega mátt nýta í þágu barna og velferðar í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×