Innlent

Foreldrar mótmæla á borgarpöllunum

Foreldrar fylgjast með fundi borgarstjórnar.
Foreldrar fylgjast með fundi borgarstjórnar.

Foreldrar leikskólabarna ætla að mæta á áhorfendapalla borgarstjórnar í dag og andmæla fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem þar verður tekin fyrir.

Í tilkynningu sem vinnuhópur foreldra leikskólabarna sendu frá sér segja þau að hópurinn hafi fyrir tilviljun frétt af fundinum sem upphaflega átti að vera klukkan tvö í dag. Þau hvetja foreldra til þess að mæta niður í ráðhús.

Tilefni mótmælanna er niðurskurður á þjónustu leikskólabarna en krafa foreldra er að Leikskólasviðið verði hlíft með öllu við aðgerðum varðandi niðurskurð á komandi árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×