Innlent

Veittu Mæðrastyrksnefnd 500 þúsund króna styrk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Georg Páll Skúlason, Margrét K. Sigurðardóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson við styrkveitinguna.
Georg Páll Skúlason, Margrét K. Sigurðardóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson við styrkveitinguna.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík veitti í dag Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð 500 þúsund krónur. Georg Páll Skúlason gjaldkeri og Guðmundur Þ. Jónsson formaður Fulltrúaráðsins afhentu Ragnhildi G. Guðmundsdóttur formanni og Margréti K. Sigurðardóttur fjármálastjóra nefndarinnar styrkinn.

Í fréttatilkynningu frá Fulltrúaráðinu kemur fra að matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar sé á miðvikudögum milli klukkan 14 og 17. Í nóvember síðastliðnum fjölgaði gestum mikið og síðastliðna þrjá miðvikudaga hefur nefndin veitt um 1500 matargjafir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×