Innlent

Stundaskrá stjórnarandstöðunnar

Eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag er málþóf stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um Icesave skipulagt upp á hverja mínútu. Stjórnarandstaðan styðst við stundaskrá um hver skuli ræða Icesave og hvenær. Einnig er tekið fram hverjir skuli veita ræður stjórnarandstöðuþingmannsins andsvar. Hér til hliðar má sjá umrætt skjal sem notast var við síðastliðinn mánudag.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í Fréttablaðinu stundaskrána stríða gegn anda þingskapalega. Aftur á móti sagði Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, skjalið til merkis um hversu góð samvinna væri meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að draga fram alla þætti málsins.


Tengdar fréttir

Björgvin: Málþófið óþolandi

Hart var tekist á um Icesave á Alþingi í morgun og hvort að halda ætti þingfund fram á kvöld. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði boð stjórnarandstöðunnar um hleypa brýnum málum á dagskrá en taka Icesave málið til hliðar. Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði málþóf stjórnarandstöðunnar óþolandi.

Funduðu um Icesave í 16 tíma

Þingfundi var slitið laust fyrir klukkan sex í morgun eftir að fundað hafði verið um Icesave málið í rúma sextán tíma. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hafði fullyrt í gær að þingfundi yrði ekki slitið fyrr en mælandaskrá yrði tæmd en enn voru sex á mælendasrkrá þegar fundinum var slitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×