Innlent

Vilja auka samstarf Grænlendinga og Íslendinga

Agathe og Álfheiður í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag. Mynd/heilbrigðisráðuneytið
Agathe og Álfheiður í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag. Mynd/heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisráðherrar Íslands og Grænlands lýstu báðar miklum áhuga á að efla samstarf þjóðanna á sviði heilbrigðisþjónustu á fundi sínum í dag.

„Ég lít á það sjálfsagt mál að láta fara fram alvöru úttekt á því hvaða möguleikar eru á samstarfi þjóðanna á vettvangi heilbrigðisþjónustunnar. Grænland er ásamt Færeyjum næstu nágrannar okkar og fullkomlega eðlilegt að þjóðirnar kanni samstarfsmöguleikana sem gætu verið á heilbrigðissviði" er haft eftir Álfheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Álfheiður tók á móti starfssystur sinni, Agathe Fontain, heilbrigðisráðherra Grænlands, í dag, Með grænlenska ráðherranum í för er ráðuneytisstjóri grænlenska heilbrigðisráðuneytisins og embættismenn. Markmið heimsóknarinnar er að fara yfir gildandi samning þjóðanna um samstarf á sviði heilbrigðisþjónustu og kanna hvort forsendur og vilji er til þess að auka samstarfið og gera það markvissara.

Kynnti grænlenski ráðherra Álfheiði meðal annars umræður sem sprottið hafa í Grænlandi um að semja við Íslendinga um tilteknar læknisaðgerðir til að ná niður biðlistum þar í landi, að fram kemur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×