Hanna Birna: Uppsagnir ekki á dagskrá 3. desember 2009 12:00 Hanna Birna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var lögð fram í morgun, en spara á yfir þrjá milljarða króna. Engin sparnaðarkrafa verður gerð á velferðarsviði, en fjögurra prósenta niðurskurður verður á leikskóla- mennta- og íþrótta og tómstundasviði. Sparnaðarkrafan verður öllu meiri í framkvæmdum, viðhaldi og í starfsmannamálum, þó stendur ekki til að segja neinum upp, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Frumvarp um fjárhagsáætlun var lagt fram í borgarstjórn Reykjavíkur í morgun. Í áætluninni er gert ráð áframhaldandi samdrætti í tekjum borgarinnar. Meirihlutinn segir að honum verði mætt með hagræðingu í stjórnsýslu og rekstri, en skattar og gjöld fyrir grunnþjónustu verði ekki hækkuð. Engin hagræðingarkrafa er gerð á velferðarsviði en gert er ráð fyrir að menntasvið, leikskólasvið og ÍTR hagræði um 4% í rekstrinum. Þá er gerð 9% hagræðingarkrafa á öðrum sviðum borgarinnar, svosem framkvæmda og umhverfissviði. Í allt er stefnt á að spara 3,3 milljarða króna hjá borginni. Tæpur fimmtungur sparnaðarins á að nást með auknum samrekstri og auknu eftirliti. Þá á um fjórðungur sparnaðarins að nást með hagræðingu í viðhaldi og húsnæðiskostnaði borgarinnar og annað eins með hagræðingu í samningum og styrkjum. Þá verður aðhald í ráðningum og launaútgjöldum, en ekki stendur til að segja upp fólki. „Við erum að hagræða á öllum sviðum. Við erum að hagræða í stjórnsýslu og almennum rekstri og þannig tekst okkur að gera þetta án þess að hækka skatta og hækka gjaldskrár sem er aðalatriðið,“ sagði Hanna Birna í samtali við fréttastofu. Borgarstjóri fullyrðir að hagræðingin komi ekki til með að koma niður á börnum. „Við almennir borgarar munum kannski finna fyrir henni í minni viðhaldi, minni slætti, minni hreinsun og allskonar hlutum sem við höfum gert vel á undanförnum árum en getum aðeins beðið með.“ Foreldrar leikskólabarna fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í morgun þegar fjárhagsáætlunin var rædd. Foreldrarnir vildu leggja áherslu á að niðurskurður borgarinnar myndi ekki bitna á leikskólabörnum. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var lögð fram í morgun, en spara á yfir þrjá milljarða króna. Engin sparnaðarkrafa verður gerð á velferðarsviði, en fjögurra prósenta niðurskurður verður á leikskóla- mennta- og íþrótta og tómstundasviði. Sparnaðarkrafan verður öllu meiri í framkvæmdum, viðhaldi og í starfsmannamálum, þó stendur ekki til að segja neinum upp, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Frumvarp um fjárhagsáætlun var lagt fram í borgarstjórn Reykjavíkur í morgun. Í áætluninni er gert ráð áframhaldandi samdrætti í tekjum borgarinnar. Meirihlutinn segir að honum verði mætt með hagræðingu í stjórnsýslu og rekstri, en skattar og gjöld fyrir grunnþjónustu verði ekki hækkuð. Engin hagræðingarkrafa er gerð á velferðarsviði en gert er ráð fyrir að menntasvið, leikskólasvið og ÍTR hagræði um 4% í rekstrinum. Þá er gerð 9% hagræðingarkrafa á öðrum sviðum borgarinnar, svosem framkvæmda og umhverfissviði. Í allt er stefnt á að spara 3,3 milljarða króna hjá borginni. Tæpur fimmtungur sparnaðarins á að nást með auknum samrekstri og auknu eftirliti. Þá á um fjórðungur sparnaðarins að nást með hagræðingu í viðhaldi og húsnæðiskostnaði borgarinnar og annað eins með hagræðingu í samningum og styrkjum. Þá verður aðhald í ráðningum og launaútgjöldum, en ekki stendur til að segja upp fólki. „Við erum að hagræða á öllum sviðum. Við erum að hagræða í stjórnsýslu og almennum rekstri og þannig tekst okkur að gera þetta án þess að hækka skatta og hækka gjaldskrár sem er aðalatriðið,“ sagði Hanna Birna í samtali við fréttastofu. Borgarstjóri fullyrðir að hagræðingin komi ekki til með að koma niður á börnum. „Við almennir borgarar munum kannski finna fyrir henni í minni viðhaldi, minni slætti, minni hreinsun og allskonar hlutum sem við höfum gert vel á undanförnum árum en getum aðeins beðið með.“ Foreldrar leikskólabarna fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í morgun þegar fjárhagsáætlunin var rædd. Foreldrarnir vildu leggja áherslu á að niðurskurður borgarinnar myndi ekki bitna á leikskólabörnum.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira