Innlent

Einstök aðferð

Gunnar Helgi Kristinsson
Gunnar Helgi Kristinsson
„Íbúakosningin er ein aðferð til að virkja íbúalýðræðið. Þarna getum við dregið ýmsar ályktanir. En þetta er náttúrlega tilraun, bæði praktísk og áhugaverð,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Gunnar Helgi bendir á að ýmsar útgáfur af íbúakosningum hafi verið prófaðar í heiminum, svo sem þar sem íbúar hafi verið virkjaðir á fundum um borgarmálin. Hann kannast hins vegar ekki við neitt í líkingu við þá sem Reykjavíkurborg hafi ýtt úr vör. „Þarna er kosið um raunverulega peninga. Ég þekki ekki nein dæmi um slíkt,“ segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×