Innlent

Stofna styrktarfélag fyrir Kvennadeildina á mánudaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Inngangur að Kvennadeild Landspítalans. Mynd/ Stefán.
Inngangur að Kvennadeild Landspítalans. Mynd/ Stefán.
Stofnfundur styrktarfélags fyrir Kvennadeild Landspítalans hefur verið boðaður í Safnaðarheimili Háteigskirkju næsta mánudag klukkan átta.

Tilgangur félagsins verður að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað kvenna á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.

Í fréttatilkynningu vegna stofnunar félagsins segir að í sumar hafi verið hafist handa við endurbætur á deild 22A sem hýsi sængurkonur og þungaðar konur með vandamál á meðgöngu. Það sem sé óinnréttað af húsnæði deildarinnar hafi verið nánast óbreytt frá byggingu kvennadeildarhússins árið 1973 og því sé tímabært að sinna endurbótum. Kostnaðarmat verkefnisins er um 80 milljónir sem gert er ráð fyrir að Líf fjármagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×