Innlent

Ökufantur tekinn fyrir í héraðsdómi

Maðurinn var á jeppabifreið þegar hann gerði atlögu að lögreglunni. Bíllinn var gjörónýtur á eftir.
Maðurinn var á jeppabifreið þegar hann gerði atlögu að lögreglunni. Bíllinn var gjörónýtur á eftir.

Tekið var fyrir mál karlmanns sem hefur verið ákærður fyrir að aka á lögreglubifreiðar og á hurðar slökkviliðsins í Skógarhlíð síðasta sumar í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Manninum er einnig gefið að sök að hafa verið drukkinn þegar hann ók bílnum sem skapaði mikla hættu.

Hann er meðal annars ákærður fyrir alvarlega líkamsárás þegar hann ók á eftir lögreglubifreið sem bakkað var inn á bifreiðastæði framan við slökkvistöðina og gerði sig líklegan til að aka aftur á hana en lögreglumennirnir komust við illan leik út úr stórskemmdri lögreglubifreiðinni og inn á slökkvistöðina.

Þá segir í ákæruskjali að hann sé ákærður fyrir fíkniefnalögbrot, meðal annars að hafa haft kannabis í fórum sínum.

Áður en maðurinn lét til skarar skríða hafði hann samband við fréttamann Vísis og tilkynnti honum um fyrirætlan sína. Sagðist hann ætla að myrða lögreglumenn þar sem ofbeldi þeirra hefði gert hann að öryrkja. Maðurinn var færður á viðeigandi stofnun í kjölfarið.

Aðalmeðferð var ákveðin í málinu en hún fer fram 19. janúar á næsta ári.


Tengdar fréttir

Ökufantur iðrast innilega

„Það er náttúrulega hrikalegt hvernig fór þennan dag," segir 35 ára ökumaður sem handtekinn var fyrir viku eftir að hafa keyrt á slökkvistöðina við Skógarhlíð og fjölda bíla.

Ökufantur og ofbeldiseggur í gæsluvarðhald

Dómarar úrskurðuðu tvo menn í gæsluvarðhald í kvöld. Annar maðurinn var sá sem ók eins og óður maður á lögreglubifreiðar við Skógarhlíð og Hverfisgötu.

Ökufantur færður á viðeigandi stofnun

Ökufanturinn sem handtekinn var í gærkvöldi fyrir vítaverðan akstur er enn í haldi lögreglunnar. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum en þess í stað verður hann færður á viðeigandi stofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×