Innlent

Útboð stendur þótt ólöglegt sé

Flugstoða Mýflug heldur gerðum samningi.
Flugstoða Mýflug heldur gerðum samningi.
Mýflug mun annast rekstur flugvélar Flugstoða ohf. þótt samningur um reksturinn byggi á gölluðu útboði. Ríkiskaup, sem sáu um útboðið, eiga þó að greiða Flugfélagi Vestmannaeyja 250 þúsund króna kostnað vegna kæru félagsins.

Kærunefnd útboðsmála segir grundvallaratriði við opinber innkaup að jafnræði bjóðenda sé tryggt. Mýflug hafi áður sinnt fluginu sem tilraunaverkefni fyrir Flugstoðir og eitt ákvæði útboðsins hafi verið sniðið að Mýflugi og raskað jafnræði bjóðenda. Að öðru óbreyttu væri rétt að ógilda útboðið en þar sem gerður hafi verið bindandi samningur sé kærunefnd ekki heimilt að fella útboðið úr gildi.- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×