Innlent

Stöðugleikasáttmálinn var ekki grín

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins minnir stjórnvöld á að stöðugleikasáttmálinn hafi ekki verið undirritaður upp á grín og að brýnt sé að koma verkefnum af stað. Þetta var niðurstaða á fundi framkvæmdastjórnarinnar og á heimasíðu sambandsins segir að sáttmálinn sé fórn launafólks og framlag þess að settu marki. Ómarkvissar og seinvirkar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins séu hins vegar ekki líklegar til að skila árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×