Innlent

Fundu 440 kannabisplöntur í Árbænum

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í Árbænum síðdegis í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 440 kannabisplöntur en um helmingur þeirra var á lokastigi ræktunar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni tengjast tveir menn á þrítugsaldri málinu. Málið telst upplýst.

Þá voru karl og kona á þrítugsaldri handtekin í íbúð í Grafarholti í gærkvöld. Innandyra fannst mikið af hlutum sem var stolið í innbroti fyrr um daginn. Hinum stolnu munum hefur verið komið í réttar hendur. Fólkið, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×