Innlent

Ekið á níu ára stúlku

Ekið var á gangandi vegfarendur á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Níu ára stúlka varð fyrir bíl á Rauðalæk síðdegis og var hún flutt á slysadeild.

Betur fór en á horfðist en meiðsli stúlkunnar voru ekki talin alvarleg.

Um kvöldmatarleytið var svo ekið á karl á fimmtugsaldri á Hafnarfjarðarvegi, skammt frá Álftanesvegi. Hann var sömuleiðis fluttur á slysadeild en óttast var að maðurinn hefði ökklabrotnaði. Vegna slyssins var þessum hluta Hafnarfjarðarvegar lokað um stund.

Þá voru nítján ökumenn staðnir að hraðakstri á Gullteig í Reykjavík í dag en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt, við Laugateig. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 51 ökutæki þessa akstursleið og því óku 37 prósent ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 49.

Vöktun lögreglunnar á Gullteig er liður í umferðareftirliti hennar við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en við götuna er Laugarnesskóli.

Síðan voru tuttugu og sjö ökumenn staðnir að hraðakstri á Laugalæk í Reykjavík í dag en þar var aftur staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×