Fleiri fréttir

Eiginfjárframlag ríkisins: Aðgerða sparisjóðanna beðið

Sex sparisjóðir sem sóttu um eiginfjárframlag á grundvelli neyðarlaganna í vor hafa enn ekki fengið slíkt framlag. Fjármálaráðuneytið bíður enn eftir aðgerðum sumra þeirra áður en unnt er að afgreiða beiðnirnar.

Óttast að Ísland einangrist á nýjan leik

Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að reynt verði til þrautar í dag og á morgun að ná samkomulagi um fyrirvara við samþykki Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave-samningsins. Hann segist óttast að Ísland einangrist verði málinu ekki lokið fljótlega.

Hvalveiðigróðinn kæmi í útflutningi

„Það kemur í ljós hvort þetta fer til Japans, Noregs eða Færeyja. Við erum bara að skoða það,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. Þegar hafa Hrefnuveiðimenn veitt 46 hrefnur og stefnt er að því að fara yfir eitt hundrað dýr áður en vertíðinni lýkur.

Hlaupa hundrað kílómetra til styrktar Mæðrastyrksnefnd

Þrettán félagar úr CrossFit Iceland munu hlaupa 100 kílómetra á fimmtudaginn til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Leggja þeir af stað frá Skipaskaga klukkan fimm um morguninn, hlaupa meðfram Akrafjalli, hringinn í Hvalfirði og enda í Reykjavík.

Ný rennibraut Laugardalslaugar kostar um 17 milljónir

Endurbætt rennibraut í Laugardals­lauginni verður opnuð á næstunni og í síðasta lagi á þriðjudaginn eftir viku, á afmæli Reykjavíkurborgar, að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar.

Stefnir í metfjölda fæðinga á þessu ári

Samtals 2.101 barn hafði fæðst á fæðingardeildum Landspítalans í gær. Það er 72 börnum fleiri en fæðst höfðu á sama tíma í fyrra. Að sögn Guðrúnar G. Eggertsdóttur, yfirljósmóður á Landspítalanum, stefnir því í metár í fæðingum, þar sem áætlaðar fæðingar í september og október eru mjög margar.

Færri Bretar og Hollendingar

Umtalsvert færri Bretar og Hollendingar ferðuðust hingað til lands í nýliðnum júlí en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt samantekt Ferðamálastofu yfir fjölda ferðamanna sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Staðin að meintum ólöglegum veiðum

Landhelgis­gæslan (LHG) hafði afskipti af tveimur skipum vegna meintra brota á löggjöf um veiðar innan landhelginnar á síðasta sólarhring. Varðskip stóð togarann Sólbak EA að meintum ólöglegum togveiðum á Vestfjarðamiðum og færði skipið til hafnar á Akureyri.

Heyrnarskert börn greind við fæðingu

Öll börn sem fæðast á Akureyri verða heyrnar­mæld frá og með næstu mánaðamótum. Þau bætast í hóp barna sem fæðast á Landspítalanum sem undanfarin tvö ár hafa verið heyrnarmæld nýfædd.

Raforkuverð sligar bændur að óbreyttu

Fjöldi garðyrkjubænda horfir fram á alvarlega rekstrarerfiðleika vegna hækkunar á raforkuverði. Gjaldþrot vofir yfir stórum fyrirtækjum ef ákvörðun stjórnvalda um skerðingu á niðurgreiðslum verður látin standa óbreytt. Skerðingin skilar ríkissjóði litlum ávinningi en veldur gríðarlegu tjóni, segir Bjarni Jónsson,framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda.

Mikið af stórri síld og makríl

Uppsjávarveiðar ganga vel fyrir norðaustan land og nóg virðist vera af stórri síld og makríl á stóru svæði. Á vef HB Granda segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, að stór síld sé á svæðinu, en hún sé stygg og ekki auðveidd.

Viðskiptanefnd telur áfram þörf á Bankasýslu

Meirihluti viðskiptanefndar telur áfram þörf á að starfrækja Bankasýslu ríkisins, þrátt fyrir samkomulag sem náðst hefur við skilanefndir bankanna um að erlendir kröfuhafar eignist hugsanlega mikinn meirihluta í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi.

Vill sjá glæsisundlaug við Lækjargötu

„Er þörf á fleiri minjagripabúðum eða kaffihúsum eins og líklegast koma þarna í staðinn? Við erum gjörn á að missa tækifærin til að gera skemmtilega hluti frá okkur," segir sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason í samtali við fréttastofu.

Söguleg sumarútskrift hjá Keili

Síðasta laugardag var haldin hátíðleg sumarútskrift Keilis, en alls útskrifuðust 53 nemendur. Bættist þar í hóp þeirra 167 sem brautskráðust úr skólanum í maí.

Öryrkjar ósáttir við útvarpsgjald

Öryrkjar eru ósáttir við að þurfa að greiða fullt útvarpsgjald á meðan aldraðir horfa frítt á Ríkissjónvarpið. Formaður öryrkjabandalagsins hefur óskað eftir fundi með menntamálaráðherra vegna málsins.

Leigukvótaviðskipti með allra minnsta móti

Viðskipti með leigukvóta eru með allra minnsta móti, jafnvel miðað við árstíma, segir kvótamiðlari. Hann telur meðal annars að frysting lána hjá útgerðum skýri lítil viðskipti. Landssamband íslenskra útvegsmanna telur að einnig verði erfitt að fá leigukvóta á nýju fiskveiðiári.

Forstjóri FME sannfærður um markaðsmisnotkun

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er sannfærður um að um markaðsmisnotkun sé að ræða í nokkrum málum sem send hafa verið til sérstaks saksóknara. Fleiri stór og alvarleg mál séu á leið þangað.

Fyrirvarar ræddir í þingflokkum

Viðbúið er að stjórnvöld taki upp viðræður við Hollendinga og Breta um leið og Alþingi hefur afgreitt fyrirvara við ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans. Þetta segir fulltrúi Vinstri-grænna í fjárlaganefnd.

Segir sumar hugmyndir um fyrirvara ógilda samninginn

Málamyndafyrirvarar duga ekki í Icesave málinu, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Forsætisráðherra segir að hugmyndir sumra þingmanna um fyrirvara yrðu til þess að ógilda samninginn.

Skilanefnd í málaferlum við stjórnarformann Icelandair

Skilanefnd Glitnis stendur í málaferlum við félag í eigu Sigurðar Helgasonar, nýkjörins stjórnarformanns Icelandair, vegna gjaldfallinnar skuldar. Sigurður og félag hans Skildingur skulda Glitni einn og hálfan milljarð. Skilanefndin hefur meðal annars kyrrsett tugmilljóna króna innistæðu félagsins.

Hannaði gistiheimili í gamalli rafstöð

„Ég nota gamla húsið, held grindinni og klæðningunni og bæti inn hosteli í litlum einingum sem eiga að líkja eftir vélunum," segir Sólveig Ragna Guðmundsdóttir, nýútskrifaður arkitekt úr Arkitektaskólanum í Árósum.

Stefna á Íslandsmet í hópsundi í sjó

ÍTR Siglunes stefnir að því að slá Íslandsmet í hópsjósundi í dag í samstarfi við apótekið Lyfju. Til stendur að halda hópskemmtisund frá Nauthólsvík og yfir til Kópavogs, og fyrir þá allra hörðustu til baka aftur.

Ökumenn sektaðir um eina og hálfa milljón

Alls voru 27 ökumenn sektaðir fyrir að aka of hratt í Árborg í síðustu viku. Lögreglan á Selfossi sektaði þessa einstaklinga en samanlögð fjárútlát þeirra voru tæp ein og hálf milljón króna vegna lögbrotanna.

Dæmd til að láta syni sína af hendi

Íslensk tveggja barna móðir er dæmd til að afhenda fyrrverandi eiginmanni sínum í Bandaríkjunum syni sína tvo samkvæmt nýlegum dómi Hæstaréttar. Konan er hvorki með fjármagn til upphalds né landvistar-og atvinnuleyfi þar í landi. Allls staðar segist hún koma að lokuðum dyrum í íslensku stjórnkerfi.

Vill samþykkja Icesave samning í þágu umhverfismála

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands skorar á Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, formann þingflokks VG, að styðja ríkisstjórnina í Icesave málinu. Hann segist óttast að ríkisstjórnin muni að öðrum kosti falla og öll þau góðu mál sem hún gæti komið fram.

Icesave rýrir ekki rétt íslenska tryggingarsjóðsins

Ákvæði Icesave samninganna um jafnræði milli tryggingarsjóða Íslands, Bretlands og Hollands rýra ekki að neinu leyti rétt íslenska tryggingarsjóðsins þegar kemur að úthlutun úr búi Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu vegna nýs lögfræðiálits sem unnið var fyrir ráðuneytið.

Kosningu í bankaráð Seðlabankans frestað

Kosningu sjö aðalmanna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabankans hefur verið frestað til morguns. Þetta kom fram í máli Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, þegar þingfundur hófst klukkan 15 í dag.

Risasnekkja við bryggju í Reykjavíkurhöfn

The Apoise heitir snekkja sem lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í morgun. Snekkjan er án efa með þeim stærri sem hafa lagst a bryggju hér að landi í sumar en, samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hún 67 metrar á lengd og 13 metrar á breidd. Til samanburðar má nefna að varðskipið Týr er tæpir 66 metrar á lengd og 10 metrar á breidd.

Icesave: Greiðslur verði af hagvexti

Eina niðurstaðan af fundi fjárlaganefndar í morgun, um Icesave-frumvarpið, var að Seðlabankinn tæki þátt í að meta gildi fyrirvara við ríkisábyrgð. Meðal fyrirvara sem rætt er um að setja, er að Íslendingar greiði Hollendingum og Bretum eingöngu af framtíðarhagvexti.

Ræða þarf við Hollendinga og Breta vegna fyrirvara Alþingis

Stjórnvöld munu þurfa að ræða við Hollendinga og Breta, vegna þeirra fyrirvara sem Alþingi gerir við ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans. Þetta segir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd. Engin niðurstaða varð um fyrirvara á fundi nefndarinnar í morgun.

Yfir 100 greinst með svínaflensu

Yfir hundrað hafa nú greinst með svínaflensuna hér á landi. Sóttvarnarlæknir segir ástandið erfitt og að mikið álag sé á heilbrigðisþjónustunni.

Litlar líkur á sátt um fyrirvara vegna Icesave

Alls óvíst er að nokkur niðurstaða verði um Icesave málið á fundi fjárlaganefndar Alþingis sem nú stendur yfir. Fram hefur komið að nefndin vinni að gerð fyrirvara við ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.

Sjö gjaldþrotamál á Akureyri

Sjö gjaldþrotamál eru tekin fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Flest fyrirtækjanna sem krafist er gjaldþrots yfir eru tengd byggingariðnaði. Þá er eitt fyrirtæki sem heldur úti smábátaútgerð á Akureyri sem krafist er gjaldþrots yfir.

Rússneskir Birnir létu sjá sig í síðustu viku

Tvær rússneskar TU-95 sprengjuflugvélar, eða svonefndir Birnir, flugu um íslenska loftrýmiseftirlitssvæðið í síðustu viku, aðeins sólarhirng áður en bandaríski flugherinn hóf loftrýmisgæslu hér. Ferðum þessara véla fer aftur fjölgandi á norðurslóðum.

Icesave ekki afgreitt úr nefnd í dag

Ekki stendur til að afgreiða Icesave málið úr fjárlaganefnd í dag. Nefndin situr nú á fundi og ræðir hvers konar fyrirvara er hægt að setja við frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.

Sex túristar teknir fyrir of hraðan akstur

Lögregla stöðvaði sex ökumenn á veginum á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs í gær, eftir að þeir höfðu mælst á of miklum hraða. Þetta voru allt erlendir ferðamenn á bílaleigubílum.

Ljósanótt í Hafnarfirði og á Patró

Neyðarblysum var skotið á loft í Hafnarfirði um miðnættið og svifu til jarðar í fallhlífum. Kona sem varð vitni að þessu sá hvar fallhlífarnar lentu og fann þær. Þeim var komið í hendur Landhelgisgæslunnar, en þar á bæ kannast menn ekki við þessa gerð af neyðarblysum og verður málið kannað nánar í dag.

Vill ákæra forsprakka mótmælanna í Íran

Háttsettur yfirmaður í Íranska Byltingarverðinum, sérsveitum írönsku klerkastjórnarinnar, sagði í viðtali við írönsku ríkisstöðina í morgun að forsprakka mótmælanna síðustu vikurnar í Íran eigi að draga fyrir rétt og ákæra fyrir landráð.

Málningu skvett hjá Hjörleifi Kvaran

Málningu var í nótt skvett á hús og bíla Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, en Hjörleifur býr við Granaskjól í Reykjavík. Öryggisvörður frá Securitas tilkynnti lögreglunni um málið, en hann sá ekki til gerendanna.

Féll milli báts og bryggju

Maður sem var að vinna við bát, sem liggur við bryggju skammt frá Kaffivagninum í Reykjavíkurhöfn, féll milli bátsins og bryggjunnar um klukkan þrjú í nótt.

Togarinn Sólbakur færður til hafnar

Varðskip færði togarann Sólbak EA til hafnar á Akureyri á sjötta tímanum í morgun, eftir að skipstjórinn var staðinn að meintum ólöglegum veiðum noðrvestur af landinu í gær. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst snýst málið um möskvastærð í trollinu og útbúnað á smáfiskaskilju, sem á að hleypa smáfiski lifandi út úr trollinu.

Sjá næstu 50 fréttir