Innlent

Vill samþykkja Icesave samning í þágu umhverfismála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Finnsson óttast að ríkisstjórnin springi ef Icesave verður hafnað.
Árni Finnsson óttast að ríkisstjórnin springi ef Icesave verður hafnað.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skorar á Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, formann þingflokks VG, að styðja ríkisstjórnina í Icesave málinu. Hann segist óttast að ríkisstjórnin muni að öðrum kosti falla og öll þau góðu mál sem hún gæti komið fram. „Þar á ég ekki síst við umhverfismálin þar sem gríðarlega mikið starf er óunnið og annað hefur drabbast niður í tíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í umhverfisráðuneytinum," segir Árni í opnu bréfi sem birt er á vefnum Smugunni.

„Samninganefnd Íslands undir forustu Svavars Gestssonar náði viðunandi samningi í afar þröngri samningsstöðu. Svo góðum að tæpast verður samið á ný í von um að betra samkomulag náist. Þú veist vafalaust betur en ég að hollensk og bresk stjórnvöld telja sig hafa gert nokkuð vel við Ísland," segir Árni í bréfinu.

Árni segir að jafn lengi og stjórnarandstaðan viti að ríkisstjórnin hafi ekki meirihluta á Alþingi - meðal þingmanna stjórnarflokkanna - fyrir afgreiðslu frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave þá muni hún ekki semja um neina fyrirvara heldur fella ríkisstjórnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×