Innlent

Kosningu í bankaráð Seðlabankans frestað

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Kosningu sjö aðalmanna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabankans hefur verið frestað til morguns. Þetta kom fram í máli Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, þegar þingfundur hófst klukkan 15 í dag.

Auk þess stóð til að fram færi kosning í Þingvallanefnd, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir en því var einnig frestað. Ekki kom fram í máli Ástu Ragnheiður af hverju dagskrá þingfundarins var breytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×