Fleiri fréttir Berjasprettan seinni í ár en í fyrra „Ég hef grun um að sprettan í ár sé seinni en í fyrra út af kuldakasti,“ segir Ásthildur Cecil Þórðardóttir, garðyrkjustjóri á Ísafirði. Hún spáir því að berjasprettan verði góð í ár og segir rigninguna skipta sköpum. „Það rignir vel núna, en þetta er óvenjulegur tími fyrir rigningar. Kuldinn gerir ekki mikinn skurk, en það skiptir máli hvort það rigni eða hvort það er þurrt. Svo þarf bara hita og sól eftir þessar rigningar og það mun gerast. Núna sýnist mér að það hafi verið svipað veður um allt land svo ég á alveg eins von á að þetta verði gjöfult berjaár. Fólk sem ég hef talað við hefur kíkt og séð mikið af sætukoppum og grænjöxlum, svo ef það nær að þroskast verður mikið af berjum,“ útskýrir Ásthildur. 10.8.2009 03:00 Vill stuðla að lægra verði á námsbókum Opnaður verður í dag nýr vefur, skiptibokamarkadur.is, þar sem nemendur á framhalds- og háskólastigi geta keypt og selt bækur milliliða- og kostnaðarlaust. Þar geta þeir sem vilja selja eða óska eftir bók skráð sig inn á síðuna og skráð viðkomandi bók í framhaldinu. Notkun á vefnum er algjörlega gjaldfrjáls en hann er fjármagnaður með auglýsingatekjum. 10.8.2009 02:30 Hundrað þúsund matarskammtar gefnir á Dalvík „Við höfum ekki tölu á hve margir mættu, það var svo gríðarlegt mannhaf. Aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Dagskráin hófst síðastliðinn miðvikudag og segir Júlíus veðrið hafa leikið við hátíðargesti, en það var nítján stiga hiti og sól á Dalvík þegar blaðamaður náði tali af honum. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, skemmti sér og borði fjölbreytta fiskrétti sér að kostnaðarlausu, en Júlíus telur að rúmlega 100.000 matarskammtar hafi verið gefnir að þessu sinni. Matseðillinn breytist ár frá ári en ávallt er boðið upp á vinsæla rétti svo sem fiskborgara sem eru grillaðir á átta metra löngu grilli, lengsta grilli Íslands. 10.8.2009 02:00 Ekki hægt að aðhafast vegna leka á lánayfirliti Kaupþings Ekki er útlit fyrir að Fjármálaeftirlitið geti aðhafst nokkuð vegna leka á lánayfirliti Kaupþings um stærstu lántakendur bankans á erlendu vefsíðunni Wikileaks þar sem hún er utan íslenskrar lögsögu. 9.8.2009 18:03 Þórður tjáir sig ekki um brottreksturinn Þórður Þorgeirsson knapi sem rekinn var úr landsliði íslenskra hestamanna vegna agabrota segir að gróflega hafi verið brotið á sér og hann leiti nú réttar síns vegna málsins. 9.8.2009 18:40 Ólíklegt að Icesave verði afgreitt úr fjárlaganefnd á morgun Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna í fjárlaganefnd funduðu um ríkisábyrgð á Icesave samningana seinnipartinn í dag, til þess að fara yfir breytingartillögur við frumvarpið. 9.8.2009 18:54 Ótti meðal Íslendinga á Mallorca í lágmarki Sprengingin sem varð á strandbar á Mallorca í dag er stutt frá dvalarstað nokkurra Íslendinga, þó nógu langt frá til að hætta stafi ekki af sprengingunni. Að sögn fararstjóra Heimsferða á Mallorca eru íslenskir ferðamenn frekar rólegir yfir atburðum undanfarinna vikna en þetta er önnur sprengjan sem springur á Mallorca á stuttum tíma. 9.8.2009 16:06 Segir Davíð ekki hafa búið yfir nægri reynslu og þekkingu Anne Sibert, sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að Davíð Oddsson hafi ekki búið yfir nægilegri þekkingu í hlutverki sínu sem Seðlabankastjóri til að koma í veg fyrir bankahrunið. Þá hafi hvorki forsætisráðherra, fjármálaráðherra né fjármálaeftirlitið gert neina tilraun til að hægja á vexti íslensku bankanna. 9.8.2009 13:07 Þráinn segir fyrr frjósa í helvíti en hann gangi í Samfylkinguna Þráinn Bertelsson þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir að fyrr frjósi í Víti heldur en að hann yfirgefi flokkinn og gangi til liðs við Samfylkinguna. Hann segist vona að ósætti innan flokksins leysist svo hann geti starfað áfram. Helga Arnardóttir. 9.8.2009 12:22 Kveikt í borðum í miðbænum Fimm gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tveir voru teknir grunaðir um fíkniefnaakstur. Hinir þrír voru teknir fyrir ölvun og óspektir. Erilsamt var þó hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt þar sem töluverður mannfjöldi var í miðborginni. Kveikt var í borðum á torgi sem er milli Laugavegar og Hverfisgötu. Slökkvilið var kallað til og slökkti það eldinn. 9.8.2009 10:13 Zhang Keyuan fer frá Íslandi til Möltu Zhang Keyuan, sem hefur verið sendiherra Kína á Íslandi síðan í ágúst í fyrra, verður nýr sendiherra Kínverja á Möltu. Frá þessu er greint á vefsíðu maltneska blaðsins The Malta Independent í morgun. 9.8.2009 10:04 Brotist inn í verslun Grétars líkmanns Brotist var inn í verslunina 1body í fyrrinótt en verslunin er í eigu Grétars Sigurðarsonar, fyrrum lífvarðar Tiger Woods og sakbornings í líkfundarmálinu svokallaða. Hann segir kreppuna slæma ef menn haldi að þeir geti rænt hann og komist upp með það. Hann telur menn með þekkingu á fæðubótarefnum standa að baki þjófnaðnum. 8.8.2009 19:27 Persónuverndarsjónarmið komi ekki í veg fyrir nafnlausar ábendingar Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að persónuverndarsjónarmið eigi ekki að koma í veg fyrir að opinberar stofnanir geti tekið við nafnlausum ábendingum. 8.8.2009 18:30 Of mikið gert úr mikilvægi gjaldeyrisvarasjóðs Gjaldeyrisvarasjóður sem vitað er að má ekki eyða hefur engan tilgang. Þetta segir Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor. Hann tekur undir sjónarmið Jóns Steinssonar hagfræðings sem segir of mikið gert úr mikilvægi þess að byggður sé upp stór íslenskur gjaldeyrisvarasjóður við núverandi aðstæður. 8.8.2009 18:30 Knapi rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. 8.8.2009 16:15 Ófært inn í Þórsmörk Ófært er inn í Þórsmörk að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Staðarhaldarar höfðu samband við lögreglu þar sem læna sem liggur út úr Steinholtsá hefur grafið sig og er nú um einn og hálfur til tveir metrar á dýpt. Vanalega er þessi sama læna greiðfær. 8.8.2009 13:30 Koma á fund utanríkismálanefndar á mánudag Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra koma á fund utanríkismálanefndar Alþingis á mánudag og fjalla um samskipti íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í nágrannalöndum Íslands í tengslum við Icesave. 8.8.2009 12:47 Segir skilanefndarmenn þurfa að fara varlega Viðskiptaráðherra segir að skilanefndarmenn þurfi að fara varlega í að taka ákvarðanir sem koma þeim eða skyldum aðilum vel. Hann segir að skilanefndirnar hafi mikil áhrif og völd tímabundið en ekki alveg frítt spil. 8.8.2009 12:11 Saving Iceland gagnrýna fréttaflutning af mótmælum Umhverfishreyfingin Saving Iceland stóð fyrir mótmælum við Iðnaðarráðuneytið í gær. Á sama tíma átti sér stað undirritun fjárfestingarsamnings ríkisstjórnarinnar og Norðuráls vegna álvers í Helguvík. Mótmælendur skvettu grænu skyri á ráðuneytið og bifreið Iðnaðarráðherra sem hafði verið lagt fyrir utan. 8.8.2009 12:05 Grýttu eggjum og börðu rúður á lögreglustöðinni Um tuttugu til þrjátíu manns úr Saving Iceland hópnum mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina í nótt. Þeir mótmæltu handtöku á félögum sínum frá því fyrr um daginn fyrir utan iðnaðarráðuneytið. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina í nótt þar sem þeir fóru ekki að fyrirmælum lögreglu. 8.8.2009 10:23 Huldís og Aðalsteina komnar í leitirnar Stúlkurnar sem lögregla lýsti eftir í gær eru komnar í leitirnar. Stúlkurnar höfðu verið týndar frá því á miðvikudag en talið var að þær væru í samfloti ásamt einni annarri stúlku. 8.8.2009 10:13 Ók fullur á ljósastaur á Vallarheiði Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ölvunar- og hávaðaútköllum. Sex fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar. Þá voru sex teknir fyrir ölvun við akstur. 8.8.2009 09:54 Efnahagsbrotadeild Breta býður sérstökum saksóknara aðstoð Efnahagsbrotadeild breska ríkisins hefur boðið Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara bankahrunsins, aðstoð sína við rannsókn þess. Þetta kom fram á vef Lundúnablaðsins Telegraph í gærkvöldi. Blaðið segir að sú ákvörðun tengist því að íslensk rannsóknaryfirvölkd hafi beint sjónum sínum að viðskiptum Kaupþing við breska fjárfesta á borð við Kevin Stanford og Moises bræðurnar vegna gruns um sýndarviðskipti með bréf í bankanum. 8.8.2009 09:24 Verkefni Jónasar og Tinds notað í frumkvöðlakeppni Efnafræðineminn Tindur Jónsson, annar þeirra sem ákærður er í amfetamínverksmiðjumálinu í Hafnarfirði, fór upphaflega að vinna fyrir hinn sakborninginn, Jónas Inga Ragnarsson, með það í huga að aðstoða hann við að framleiða eldvarnarefni. Honum þótti verkefnið svo vænlegt til árangurs að hann tók þátt í frumkvöðlakeppni hjá fyrirtækinu Innovit út á það. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerð verjanda Tinds, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. 8.8.2009 06:00 Vilja setja upp eldfjallafræðagarð við Gjástykki SUNN, samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, vilja að Gjástykki í Þingeyjarsýslu verði verndað fyrir hvers konar raski. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna frá því í gær. 8.8.2009 06:00 Upplýsa um samskipti við grannþjóðir Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra koma á fund utanríkismálanefndar Alþingis á mánudag og fjalla um samskipti íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í nágrannalöndunum vegna Icesave. 8.8.2009 05:30 Sparifé í bönkum ber neikvæða vexti Óverðtryggðir sparireikningar bankanna bera margir ýmist neikvæða raunvexti eða eru mjög nálægt því. 8.8.2009 05:00 Ráð að byggja upp stóriðju á næstunni Flest bendir til að þjóðhagslega hagkvæmt sé að ráðast í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum og frekari uppbygging álframleiðslu leiðir til meiri stöðugleika en ella. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans sem unnin var fyrir iðnaðarráðuneytið og birt í gær. 8.8.2009 04:00 Langflestir á unglingsaldri Langflestir þeirra sem smitast hafa af svínaflensu á Íslandi eru á aldrinum 15 til 19 ára. Alls hafa nú 72 smitast af flensunni hérlendis. 8.8.2009 03:30 Fer í hart við bankastjórann Skilanefnd Hróarskeldubanka hefur tilkynnt að hún muni fara fram á ákæru á hendur fyrrverandi bankastjóra bankans, Niels Valentin Hansen. Þá hefur hún ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur honum. Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum í gær. Danska fjármálaeftirlitið hefur þegar hafið vinnu við gerð ákæru. 8.8.2009 03:00 Ekki fleiri frjókorn síðan 1991 Frjókornafjöldi í Reykjavík var vel yfir meðallagi í júlímánuði, samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands. Aðeins einu sinni áður hafa frjókorn mælst fleiri, en það var sumarið 1991. Ekki er vitað hvort frjómagnið hefur náð hámarki eða ekki. 8.8.2009 02:30 Eðlilega staðið að kaupum á ráðgjöf Forsætisráðuneytið keypti sérfræðiþekkingu og ráðgjöf fyrir um 300 milljónir króna í kjölfar bankahrunsins á liðnu hausti. 8.8.2009 02:00 Búið að veiða 110 hvali Veiddir hafa verið samtals 110 hvalir við strendur landsins í sumar samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Um fjórðungur hrefnukvótans hefur verið veiddur og innan við helmingur langreyðarkvótans. 8.8.2009 01:30 Bóluefni tilbúið í september Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir prófanir á bóluefnum gegn svínaflensunni H1N1 á áætlun. Áætlanir gera ráð fyrir því að fyrstu skammtarnir verði tilbúnir í september. 8.8.2009 01:00 Aflaverðmætið 99 milljarðar Afli íslenskra fiskiskipa árið 2008 var rúmlega 1.283 þúsund tonn, 113 þúsund tonnum minni en árið áður. Mestu munar um samdrátt á loðnuveiðum um 156 þúsund tonn. 8.8.2009 00:30 Mótmælendur handteknir við lögreglustöðina Tveir voru handteknir fyrir utan lögreglustöðina eftir að þeir reyndu að koma í veg fyrir að lögreglumenn gætu lokað hliði að porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötuna. 7.8.2009 22:54 Stúlkurnar fundnar Týndu stúlkurnar, sem lýst var eftir fyrr í dag, eru búnar að skila sér á heilu og höldnu. 7.8.2009 23:16 Hagkaup ekki dýrast - Nóatún er það Í fréttatilkynningu sem var send á fjölmiðla í dag frá verðlagseftirliti ASÍ var ranglega sagt að Hagkaup væri oftast með hæsta verðið í könnunninni eða í 28 tilvikum af 55. Þetta kemur fram í leiðréttingu sem ASÍ sendi frá sér nú fyrir stundu. 7.8.2009 21:51 Ómar Ragnarsson fordæmir ofbeldisfull mótmæli „Að sparka í höfuð einhvers er einhvert hættulegasta athæfi sem hugsast getur, því að fæturnir eru miklu öflugri en handleggirnir og auk þess oft um harða skó að ræða sem lenda í höfði þess sem sparkað er í,“ skrifar náttúruverndarsinninn Ómar Ragnarsson á bloggið sitt í kvöld. 7.8.2009 21:12 Mótmælum frestað vegna frestunar á heræfingum Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi hafa frestað mótmælum sem áttu að fara fram á morgun. Sjálfir segja þeir í tilkynningu að ástæðan sé sú að bandaríska herveldið hafi hörfað undan friðarvilja Norðlendinga. 7.8.2009 20:32 Icesave-samningur meitlaður í stein Fjármálaráðherra vill ekki ræða fyrirvara við Icesave heldur segir hann Alþingi einungis vera að búa til umgjörð um ríkisábyrgð vegna Icesave. Hann segir fátt um gildi slíkrar umgjarðar. Bretar telja að ríkisstjórn Íslands hafi skuldbundið sig til að tryggja stuðning Alþingis við samningana. 7.8.2009 18:53 Álverssamningur undirritaður í skugga skyrslettna Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls undirrituðu í dag fjárfestingarsamning vegna álvers Norðuráls í Helguvík. Meginmarkmið með samningnum er að tryggja ákveðinn stöðugleika í laga- og rekstrarumhverfi álversins sem er forsenda þess að ljúka megi fjármögnun verkefnisins. Samningurinn er sambærilegur þeim samningum sem gilda fyrir álverin á Grundartanga og á Reyðarfirði. 7.8.2009 18:00 Lögreglan handtók skyrslettumenn Lögreglan handtók þrjá einstaklinga, tvo karla og eina konu, á Ingólfstrætinu eftir að þeir skvettu grænu jukki á iðnaðarráðuneytið nú fyrir skömmu. 7.8.2009 17:13 Hagkaup: Aldrei neinn þurft að greiða 1660 krónur fyrir salat „Það er enginn sem hefur þurft að greiða 1660 krónur fyrir iceberg salat í Hagkaupum," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar. 7.8.2009 17:06 Grétar Már Sigurðsson látinn Grétar Már Sigurðsson, sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, andaðist í morgun, 50 ára að aldri, eftir baráttu við illvígt mein. 7.8.2009 16:04 Sjá næstu 50 fréttir
Berjasprettan seinni í ár en í fyrra „Ég hef grun um að sprettan í ár sé seinni en í fyrra út af kuldakasti,“ segir Ásthildur Cecil Þórðardóttir, garðyrkjustjóri á Ísafirði. Hún spáir því að berjasprettan verði góð í ár og segir rigninguna skipta sköpum. „Það rignir vel núna, en þetta er óvenjulegur tími fyrir rigningar. Kuldinn gerir ekki mikinn skurk, en það skiptir máli hvort það rigni eða hvort það er þurrt. Svo þarf bara hita og sól eftir þessar rigningar og það mun gerast. Núna sýnist mér að það hafi verið svipað veður um allt land svo ég á alveg eins von á að þetta verði gjöfult berjaár. Fólk sem ég hef talað við hefur kíkt og séð mikið af sætukoppum og grænjöxlum, svo ef það nær að þroskast verður mikið af berjum,“ útskýrir Ásthildur. 10.8.2009 03:00
Vill stuðla að lægra verði á námsbókum Opnaður verður í dag nýr vefur, skiptibokamarkadur.is, þar sem nemendur á framhalds- og háskólastigi geta keypt og selt bækur milliliða- og kostnaðarlaust. Þar geta þeir sem vilja selja eða óska eftir bók skráð sig inn á síðuna og skráð viðkomandi bók í framhaldinu. Notkun á vefnum er algjörlega gjaldfrjáls en hann er fjármagnaður með auglýsingatekjum. 10.8.2009 02:30
Hundrað þúsund matarskammtar gefnir á Dalvík „Við höfum ekki tölu á hve margir mættu, það var svo gríðarlegt mannhaf. Aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Dagskráin hófst síðastliðinn miðvikudag og segir Júlíus veðrið hafa leikið við hátíðargesti, en það var nítján stiga hiti og sól á Dalvík þegar blaðamaður náði tali af honum. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, skemmti sér og borði fjölbreytta fiskrétti sér að kostnaðarlausu, en Júlíus telur að rúmlega 100.000 matarskammtar hafi verið gefnir að þessu sinni. Matseðillinn breytist ár frá ári en ávallt er boðið upp á vinsæla rétti svo sem fiskborgara sem eru grillaðir á átta metra löngu grilli, lengsta grilli Íslands. 10.8.2009 02:00
Ekki hægt að aðhafast vegna leka á lánayfirliti Kaupþings Ekki er útlit fyrir að Fjármálaeftirlitið geti aðhafst nokkuð vegna leka á lánayfirliti Kaupþings um stærstu lántakendur bankans á erlendu vefsíðunni Wikileaks þar sem hún er utan íslenskrar lögsögu. 9.8.2009 18:03
Þórður tjáir sig ekki um brottreksturinn Þórður Þorgeirsson knapi sem rekinn var úr landsliði íslenskra hestamanna vegna agabrota segir að gróflega hafi verið brotið á sér og hann leiti nú réttar síns vegna málsins. 9.8.2009 18:40
Ólíklegt að Icesave verði afgreitt úr fjárlaganefnd á morgun Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna í fjárlaganefnd funduðu um ríkisábyrgð á Icesave samningana seinnipartinn í dag, til þess að fara yfir breytingartillögur við frumvarpið. 9.8.2009 18:54
Ótti meðal Íslendinga á Mallorca í lágmarki Sprengingin sem varð á strandbar á Mallorca í dag er stutt frá dvalarstað nokkurra Íslendinga, þó nógu langt frá til að hætta stafi ekki af sprengingunni. Að sögn fararstjóra Heimsferða á Mallorca eru íslenskir ferðamenn frekar rólegir yfir atburðum undanfarinna vikna en þetta er önnur sprengjan sem springur á Mallorca á stuttum tíma. 9.8.2009 16:06
Segir Davíð ekki hafa búið yfir nægri reynslu og þekkingu Anne Sibert, sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að Davíð Oddsson hafi ekki búið yfir nægilegri þekkingu í hlutverki sínu sem Seðlabankastjóri til að koma í veg fyrir bankahrunið. Þá hafi hvorki forsætisráðherra, fjármálaráðherra né fjármálaeftirlitið gert neina tilraun til að hægja á vexti íslensku bankanna. 9.8.2009 13:07
Þráinn segir fyrr frjósa í helvíti en hann gangi í Samfylkinguna Þráinn Bertelsson þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir að fyrr frjósi í Víti heldur en að hann yfirgefi flokkinn og gangi til liðs við Samfylkinguna. Hann segist vona að ósætti innan flokksins leysist svo hann geti starfað áfram. Helga Arnardóttir. 9.8.2009 12:22
Kveikt í borðum í miðbænum Fimm gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tveir voru teknir grunaðir um fíkniefnaakstur. Hinir þrír voru teknir fyrir ölvun og óspektir. Erilsamt var þó hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt þar sem töluverður mannfjöldi var í miðborginni. Kveikt var í borðum á torgi sem er milli Laugavegar og Hverfisgötu. Slökkvilið var kallað til og slökkti það eldinn. 9.8.2009 10:13
Zhang Keyuan fer frá Íslandi til Möltu Zhang Keyuan, sem hefur verið sendiherra Kína á Íslandi síðan í ágúst í fyrra, verður nýr sendiherra Kínverja á Möltu. Frá þessu er greint á vefsíðu maltneska blaðsins The Malta Independent í morgun. 9.8.2009 10:04
Brotist inn í verslun Grétars líkmanns Brotist var inn í verslunina 1body í fyrrinótt en verslunin er í eigu Grétars Sigurðarsonar, fyrrum lífvarðar Tiger Woods og sakbornings í líkfundarmálinu svokallaða. Hann segir kreppuna slæma ef menn haldi að þeir geti rænt hann og komist upp með það. Hann telur menn með þekkingu á fæðubótarefnum standa að baki þjófnaðnum. 8.8.2009 19:27
Persónuverndarsjónarmið komi ekki í veg fyrir nafnlausar ábendingar Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að persónuverndarsjónarmið eigi ekki að koma í veg fyrir að opinberar stofnanir geti tekið við nafnlausum ábendingum. 8.8.2009 18:30
Of mikið gert úr mikilvægi gjaldeyrisvarasjóðs Gjaldeyrisvarasjóður sem vitað er að má ekki eyða hefur engan tilgang. Þetta segir Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor. Hann tekur undir sjónarmið Jóns Steinssonar hagfræðings sem segir of mikið gert úr mikilvægi þess að byggður sé upp stór íslenskur gjaldeyrisvarasjóður við núverandi aðstæður. 8.8.2009 18:30
Knapi rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. 8.8.2009 16:15
Ófært inn í Þórsmörk Ófært er inn í Þórsmörk að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Staðarhaldarar höfðu samband við lögreglu þar sem læna sem liggur út úr Steinholtsá hefur grafið sig og er nú um einn og hálfur til tveir metrar á dýpt. Vanalega er þessi sama læna greiðfær. 8.8.2009 13:30
Koma á fund utanríkismálanefndar á mánudag Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra koma á fund utanríkismálanefndar Alþingis á mánudag og fjalla um samskipti íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í nágrannalöndum Íslands í tengslum við Icesave. 8.8.2009 12:47
Segir skilanefndarmenn þurfa að fara varlega Viðskiptaráðherra segir að skilanefndarmenn þurfi að fara varlega í að taka ákvarðanir sem koma þeim eða skyldum aðilum vel. Hann segir að skilanefndirnar hafi mikil áhrif og völd tímabundið en ekki alveg frítt spil. 8.8.2009 12:11
Saving Iceland gagnrýna fréttaflutning af mótmælum Umhverfishreyfingin Saving Iceland stóð fyrir mótmælum við Iðnaðarráðuneytið í gær. Á sama tíma átti sér stað undirritun fjárfestingarsamnings ríkisstjórnarinnar og Norðuráls vegna álvers í Helguvík. Mótmælendur skvettu grænu skyri á ráðuneytið og bifreið Iðnaðarráðherra sem hafði verið lagt fyrir utan. 8.8.2009 12:05
Grýttu eggjum og börðu rúður á lögreglustöðinni Um tuttugu til þrjátíu manns úr Saving Iceland hópnum mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina í nótt. Þeir mótmæltu handtöku á félögum sínum frá því fyrr um daginn fyrir utan iðnaðarráðuneytið. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina í nótt þar sem þeir fóru ekki að fyrirmælum lögreglu. 8.8.2009 10:23
Huldís og Aðalsteina komnar í leitirnar Stúlkurnar sem lögregla lýsti eftir í gær eru komnar í leitirnar. Stúlkurnar höfðu verið týndar frá því á miðvikudag en talið var að þær væru í samfloti ásamt einni annarri stúlku. 8.8.2009 10:13
Ók fullur á ljósastaur á Vallarheiði Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ölvunar- og hávaðaútköllum. Sex fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar. Þá voru sex teknir fyrir ölvun við akstur. 8.8.2009 09:54
Efnahagsbrotadeild Breta býður sérstökum saksóknara aðstoð Efnahagsbrotadeild breska ríkisins hefur boðið Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara bankahrunsins, aðstoð sína við rannsókn þess. Þetta kom fram á vef Lundúnablaðsins Telegraph í gærkvöldi. Blaðið segir að sú ákvörðun tengist því að íslensk rannsóknaryfirvölkd hafi beint sjónum sínum að viðskiptum Kaupþing við breska fjárfesta á borð við Kevin Stanford og Moises bræðurnar vegna gruns um sýndarviðskipti með bréf í bankanum. 8.8.2009 09:24
Verkefni Jónasar og Tinds notað í frumkvöðlakeppni Efnafræðineminn Tindur Jónsson, annar þeirra sem ákærður er í amfetamínverksmiðjumálinu í Hafnarfirði, fór upphaflega að vinna fyrir hinn sakborninginn, Jónas Inga Ragnarsson, með það í huga að aðstoða hann við að framleiða eldvarnarefni. Honum þótti verkefnið svo vænlegt til árangurs að hann tók þátt í frumkvöðlakeppni hjá fyrirtækinu Innovit út á það. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinargerð verjanda Tinds, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni. 8.8.2009 06:00
Vilja setja upp eldfjallafræðagarð við Gjástykki SUNN, samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, vilja að Gjástykki í Þingeyjarsýslu verði verndað fyrir hvers konar raski. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna frá því í gær. 8.8.2009 06:00
Upplýsa um samskipti við grannþjóðir Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra koma á fund utanríkismálanefndar Alþingis á mánudag og fjalla um samskipti íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í nágrannalöndunum vegna Icesave. 8.8.2009 05:30
Sparifé í bönkum ber neikvæða vexti Óverðtryggðir sparireikningar bankanna bera margir ýmist neikvæða raunvexti eða eru mjög nálægt því. 8.8.2009 05:00
Ráð að byggja upp stóriðju á næstunni Flest bendir til að þjóðhagslega hagkvæmt sé að ráðast í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum og frekari uppbygging álframleiðslu leiðir til meiri stöðugleika en ella. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans sem unnin var fyrir iðnaðarráðuneytið og birt í gær. 8.8.2009 04:00
Langflestir á unglingsaldri Langflestir þeirra sem smitast hafa af svínaflensu á Íslandi eru á aldrinum 15 til 19 ára. Alls hafa nú 72 smitast af flensunni hérlendis. 8.8.2009 03:30
Fer í hart við bankastjórann Skilanefnd Hróarskeldubanka hefur tilkynnt að hún muni fara fram á ákæru á hendur fyrrverandi bankastjóra bankans, Niels Valentin Hansen. Þá hefur hún ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur honum. Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum í gær. Danska fjármálaeftirlitið hefur þegar hafið vinnu við gerð ákæru. 8.8.2009 03:00
Ekki fleiri frjókorn síðan 1991 Frjókornafjöldi í Reykjavík var vel yfir meðallagi í júlímánuði, samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands. Aðeins einu sinni áður hafa frjókorn mælst fleiri, en það var sumarið 1991. Ekki er vitað hvort frjómagnið hefur náð hámarki eða ekki. 8.8.2009 02:30
Eðlilega staðið að kaupum á ráðgjöf Forsætisráðuneytið keypti sérfræðiþekkingu og ráðgjöf fyrir um 300 milljónir króna í kjölfar bankahrunsins á liðnu hausti. 8.8.2009 02:00
Búið að veiða 110 hvali Veiddir hafa verið samtals 110 hvalir við strendur landsins í sumar samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Um fjórðungur hrefnukvótans hefur verið veiddur og innan við helmingur langreyðarkvótans. 8.8.2009 01:30
Bóluefni tilbúið í september Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir prófanir á bóluefnum gegn svínaflensunni H1N1 á áætlun. Áætlanir gera ráð fyrir því að fyrstu skammtarnir verði tilbúnir í september. 8.8.2009 01:00
Aflaverðmætið 99 milljarðar Afli íslenskra fiskiskipa árið 2008 var rúmlega 1.283 þúsund tonn, 113 þúsund tonnum minni en árið áður. Mestu munar um samdrátt á loðnuveiðum um 156 þúsund tonn. 8.8.2009 00:30
Mótmælendur handteknir við lögreglustöðina Tveir voru handteknir fyrir utan lögreglustöðina eftir að þeir reyndu að koma í veg fyrir að lögreglumenn gætu lokað hliði að porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötuna. 7.8.2009 22:54
Stúlkurnar fundnar Týndu stúlkurnar, sem lýst var eftir fyrr í dag, eru búnar að skila sér á heilu og höldnu. 7.8.2009 23:16
Hagkaup ekki dýrast - Nóatún er það Í fréttatilkynningu sem var send á fjölmiðla í dag frá verðlagseftirliti ASÍ var ranglega sagt að Hagkaup væri oftast með hæsta verðið í könnunninni eða í 28 tilvikum af 55. Þetta kemur fram í leiðréttingu sem ASÍ sendi frá sér nú fyrir stundu. 7.8.2009 21:51
Ómar Ragnarsson fordæmir ofbeldisfull mótmæli „Að sparka í höfuð einhvers er einhvert hættulegasta athæfi sem hugsast getur, því að fæturnir eru miklu öflugri en handleggirnir og auk þess oft um harða skó að ræða sem lenda í höfði þess sem sparkað er í,“ skrifar náttúruverndarsinninn Ómar Ragnarsson á bloggið sitt í kvöld. 7.8.2009 21:12
Mótmælum frestað vegna frestunar á heræfingum Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi hafa frestað mótmælum sem áttu að fara fram á morgun. Sjálfir segja þeir í tilkynningu að ástæðan sé sú að bandaríska herveldið hafi hörfað undan friðarvilja Norðlendinga. 7.8.2009 20:32
Icesave-samningur meitlaður í stein Fjármálaráðherra vill ekki ræða fyrirvara við Icesave heldur segir hann Alþingi einungis vera að búa til umgjörð um ríkisábyrgð vegna Icesave. Hann segir fátt um gildi slíkrar umgjarðar. Bretar telja að ríkisstjórn Íslands hafi skuldbundið sig til að tryggja stuðning Alþingis við samningana. 7.8.2009 18:53
Álverssamningur undirritaður í skugga skyrslettna Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls undirrituðu í dag fjárfestingarsamning vegna álvers Norðuráls í Helguvík. Meginmarkmið með samningnum er að tryggja ákveðinn stöðugleika í laga- og rekstrarumhverfi álversins sem er forsenda þess að ljúka megi fjármögnun verkefnisins. Samningurinn er sambærilegur þeim samningum sem gilda fyrir álverin á Grundartanga og á Reyðarfirði. 7.8.2009 18:00
Lögreglan handtók skyrslettumenn Lögreglan handtók þrjá einstaklinga, tvo karla og eina konu, á Ingólfstrætinu eftir að þeir skvettu grænu jukki á iðnaðarráðuneytið nú fyrir skömmu. 7.8.2009 17:13
Hagkaup: Aldrei neinn þurft að greiða 1660 krónur fyrir salat „Það er enginn sem hefur þurft að greiða 1660 krónur fyrir iceberg salat í Hagkaupum," segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar. 7.8.2009 17:06
Grétar Már Sigurðsson látinn Grétar Már Sigurðsson, sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, andaðist í morgun, 50 ára að aldri, eftir baráttu við illvígt mein. 7.8.2009 16:04