Innlent

Ökumenn sektaðir um eina og hálfa milljón

Alls voru 27 ökumenn sektaðir fyrir að aka of hratt í Árborg í síðustu viku. Lögreglan á Selfossi sektaði þessa einstaklinga en samanlögð fjárútlát vegna umferðalagabrota í síðustu viku námu tæpri einni og hálfri milljón króna.

Þyngst vógu hraðakstursmálin samkvæmt lögreglunni á Selfossi en einnig voru 8 sektaði fyrir að tala í farsímann án handfrjáls búnaðar. Þá sektaði lögreglan 14 fyrir að nota ekki öryggisbelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×