Innlent

Yfir 100 greinst með svínaflensu

Kristín María Birgisdóttir skrifar
Yfir hundrað hafa nú greinst með svínaflensuna hér á landi. Sóttvarnarlæknir segir ástandið erfitt og að mikið álag sé á heilbrigðisþjónustunni.

Langflestir þeirra sem smitast eru í aldurshópnum 15-19 ára. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir það mögulega skýrast af því að hópurinn er mest á hreyfingu og á mannamótum. Hann segir þó alls óvíst hvort þessi faraldur verði skæðari en venjuleg flensa.

Í síðustu viku lést lítil stúlka úr heilahimnubólgu í Bretlandi eftir hafa verið ranglega greind með svínaflensu. Haraldur segir að fylgjast þurfi vel með einkennum því sjúkdómar eins og heilahimnubólga, lungnabólga og blóðsýkingar geti haft svipuð einkenni og inflúensan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×