Raforkuverð sligar bændur að óbreyttu 11. ágúst 2009 03:30 Mörg glæsileg garðyrkjufyrirtæki starfa hér á landi en sum þeirra eiga erfitt með að axla gríðarlegar hækkanir á orkuverði. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd/GVA Fjöldi garðyrkjubænda horfir fram á alvarlega rekstrarerfiðleika vegna hækkunar á raforkuverði. Gjaldþrot vofir yfir stórum fyrirtækjum ef ákvörðun stjórnvalda um skerðingu á niðurgreiðslum verður látin standa óbreytt. Skerðingin skilar ríkissjóði litlum ávinningi en veldur gríðarlegu tjóni, segir Bjarni Jónsson,framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Bjarni segir að raforkukostnaður fjölda garðyrkjubænda hafi hækkað um 25 prósent með ákvörðun stjórnvalda í ársbyrjun um að skerða niðurgreiðslur á dreifingarkostnaði rafmagns. „Ég vona, framleiðslunnar vegna, að það verði tekið á þessu máli og þessari ákvörðun snúið við." Bjarni minnir á að nýleg hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar þýði að raforkuverð bænda í dreifbýli hafi hækkað um allt að 35 prósent. „Mesta hækkun sem ég hef séð hjá einum bónda er 600 þúsund krónur á mánuði. Þetta er rekstur sem hefur skilað lítils háttar hagnaði og það þarf ekki marga mánuði með svona aukareikningum til að knésetja fyrirtæki. Gleymum því heldur ekki að á undanförnum átján mánuðum hafa öll aðföng hækkað gríðarlega." Atli Gíslason, formaður landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndar Alþingis, telur að unnið sé að lausn málsins innan landbúnaðarráðuneytisins, án þess að hún sé í sjónmáli. „Þetta virðist mjög þungt í vöfum. Við erum að selja orku til álbræðslna undir kostnaðarverði, liggur mér við að segja, og það bitnar á garðyrkjubændum og öllum almenningi í landinu. Við erum að borga niður verðið til álfyrirtækjanna og þar liggur stóri vandinn í orkumálum." Samband garðyrkjubænda skrifaði undir samkomulag við stjórnvöld í júlí um breytingar á gildandi samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar kveður á um að starfshópur muni skoða hækkun raforkuverðs. Bjarni hvetur til þess að starf hópsins hefjist sem fyrst svo taka megi á þeim vanda sem fyrirsjáanlegur er hjá fjölda bænda. Fjöldi fyrirtækja verður harkalega fyrir barðinu á hækkun orkuverðs og þeirra á meðal eru stærstu fyrirtækin í geiranum. Margir geta ekki mætt svona áföllum. Gleymum heldur ekki hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélög, til dæmis á Suðurlandi, ef ekkert verður gert. Þar eru þessi fyrirtæki burðarásinn og skila stórum hluta skatttekna þeirra," segir Bjarni. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Fjöldi garðyrkjubænda horfir fram á alvarlega rekstrarerfiðleika vegna hækkunar á raforkuverði. Gjaldþrot vofir yfir stórum fyrirtækjum ef ákvörðun stjórnvalda um skerðingu á niðurgreiðslum verður látin standa óbreytt. Skerðingin skilar ríkissjóði litlum ávinningi en veldur gríðarlegu tjóni, segir Bjarni Jónsson,framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Bjarni segir að raforkukostnaður fjölda garðyrkjubænda hafi hækkað um 25 prósent með ákvörðun stjórnvalda í ársbyrjun um að skerða niðurgreiðslur á dreifingarkostnaði rafmagns. „Ég vona, framleiðslunnar vegna, að það verði tekið á þessu máli og þessari ákvörðun snúið við." Bjarni minnir á að nýleg hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar þýði að raforkuverð bænda í dreifbýli hafi hækkað um allt að 35 prósent. „Mesta hækkun sem ég hef séð hjá einum bónda er 600 þúsund krónur á mánuði. Þetta er rekstur sem hefur skilað lítils háttar hagnaði og það þarf ekki marga mánuði með svona aukareikningum til að knésetja fyrirtæki. Gleymum því heldur ekki að á undanförnum átján mánuðum hafa öll aðföng hækkað gríðarlega." Atli Gíslason, formaður landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndar Alþingis, telur að unnið sé að lausn málsins innan landbúnaðarráðuneytisins, án þess að hún sé í sjónmáli. „Þetta virðist mjög þungt í vöfum. Við erum að selja orku til álbræðslna undir kostnaðarverði, liggur mér við að segja, og það bitnar á garðyrkjubændum og öllum almenningi í landinu. Við erum að borga niður verðið til álfyrirtækjanna og þar liggur stóri vandinn í orkumálum." Samband garðyrkjubænda skrifaði undir samkomulag við stjórnvöld í júlí um breytingar á gildandi samningi um starfsskilyrði garðyrkjubænda. Þar kveður á um að starfshópur muni skoða hækkun raforkuverðs. Bjarni hvetur til þess að starf hópsins hefjist sem fyrst svo taka megi á þeim vanda sem fyrirsjáanlegur er hjá fjölda bænda. Fjöldi fyrirtækja verður harkalega fyrir barðinu á hækkun orkuverðs og þeirra á meðal eru stærstu fyrirtækin í geiranum. Margir geta ekki mætt svona áföllum. Gleymum heldur ekki hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélög, til dæmis á Suðurlandi, ef ekkert verður gert. Þar eru þessi fyrirtæki burðarásinn og skila stórum hluta skatttekna þeirra," segir Bjarni.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira