Innlent

Icesave rýrir ekki rétt íslenska tryggingarsjóðsins

Ákvæði Icesave samninganna um jafnræði milli tryggingarsjóða Íslands, Bretlands og Hollands rýra ekki að neinu leyti rétt íslenska tryggingarsjóðsins þegar kemur að úthlutun úr búi Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu vegna nýs lögfræðiálits sem unnið var fyrir ráðuneytið.

Lögmennirnir Andri Árnason og Helga Melkorka Óttarsdóttir unnu álit fyrir forsætisráðuneytið þar sem fjallað er um gildandi reglur hér á landi og í ljósi EES-réttar um úthlutun úr búi fjármálafyrirtækja og hvernig þær muni horfa við gagnvart þeim sem eiga forgangskröfur í bú Landsbanka Íslands hf.

Fram kemur í tilkynningunni að álitsins var aflað vegna vafa sem risið hefur um hvort með Icesave-samningunum hafi hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta þegar kemur að skiptum verið rýrður umfram það sem íslenskar réttarreglur gera ráð fyrir til hagsbóta fyrir breska og hollenska aðila. dadsf

Forgangskröfur vegna innistæða teljast jafnréttháar



Í áliti lögmannanna kemur fram að forgangskröfur vegna innistæða, hvort sem þær hafa verið yfirteknar af Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta eða verið framseldar kröfuhafa, teljist jafnréttháar að því er varðar úthlutun úr búi fjármálafyrirtækja.

„Tryggingarsjóðurinn njóti því samkvæmt íslenskum gjaldþrotarétti ekki sérstaks forgangs (ofurforgangs) þegar kemur að úthlutun forgangskrafna. Með álitinu er því enn staðfest að ákvæði Icesave samninganna um jafnræði milli tryggingarsjóða Íslands, Bretlands og Hollands rýra ekki að neinu leyti rétt íslenska tryggingarsjóðsins þegar kemur að úthlutun úr búi Landsbankans," segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Seðlabankastjórar á fundi fjárlaganefndar

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, og Arnór Sighvatsson, varaseðlabankastjóri, komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis á fundi hennar í morgun. Þeir neituðu alfarið að tjá sig um hvað hafi verið rætt á fundinum og vísuðu á nefndarmenn. Fundurinn stendur enn.

Nýjar útfærslur breyta ekki afstöðu stjórnarandstöðu

Ekki tókst að ná þverpólitískri samstöðu um lausn á deilum vegna Icesave-samkomulagsins á fundi fulltrúa allra flokka í gær, eins og vonir höfðu staðið til. Til stóð að ljúka umræðum um málið í fjárlaganefnd í dag og hefja aðra umræðu á Alþingi á morgun, en fullljóst er talið að af því verði ekki.

Icesave ekki afgreitt úr nefnd í dag

Ekki stendur til að afgreiða Icesave málið úr fjárlaganefnd í dag. Nefndin situr nú á fundi og ræðir hvers konar fyrirvara er hægt að setja við frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.

Ræða þarf við Hollendinga og Breta vegna fyrirvara Alþingis

Stjórnvöld munu þurfa að ræða við Hollendinga og Breta, vegna þeirra fyrirvara sem Alþingi gerir við ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans. Þetta segir fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd. Engin niðurstaða varð um fyrirvara á fundi nefndarinnar í morgun.

Litlar líkur á sátt um fyrirvara vegna Icesave

Alls óvíst er að nokkur niðurstaða verði um Icesave málið á fundi fjárlaganefndar Alþingis sem nú stendur yfir. Fram hefur komið að nefndin vinni að gerð fyrirvara við ríkisábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.

Icesave: Greiðslur verði af hagvexti

Eina niðurstaðan af fundi fjárlaganefndar í morgun, um Icesave-frumvarpið, var að Seðlabankinn tæki þátt í að meta gildi fyrirvara við ríkisábyrgð. Meðal fyrirvara sem rætt er um að setja, er að Íslendingar greiði Hollendingum og Bretum eingöngu af framtíðarhagvexti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×