Fleiri fréttir

23 með svínaflensu

Síðustu tvo sólarhringana hafa fimm tilfelli verið staðfest á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1)v og hefur hún því greinst hjá samtals 23 einstaklingum frá því í maí síðastliðnum samkvæmt vef Landlæknis.

Ný nefnd skoðar úrræði fyrir skuldara

Sett verður á fót nefnd til að endurskoða úrræði fyrir heimili í greiðsluerfiðleikum að því er kemur fram í tilkynningu frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Krabbameinssjúklingi synjað um greiðsluaðlögun

Hæstiréttur Íslands staðfesti synjun Héraðsdóms Reykjavíkur á greiðsluaðlögunarbeiðni karlmanns sem þurfti að hætta störfum fyrir þremur árum síðan vegna krabbameins í höfði.

Hefur ekki áhyggjur af afskriftum LÍN lána

„Þetta er náttúrulega ákveðið fagnaðarefni," segir Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, lánasjóðsfulltrú Stúdentaráðs, um afnám ábyrgðarkerfis Lánsjóðs íslenskra námsmanna.

Kuldakast í Skagafirði

Það var kuldalegt í morgunsárið þegar íbúar Skagafjarðar vöknuðu en þá blasti við þeim snjór í fjöllum samkvæmt Feykir.is. Í gær snjóðaði á Hveravöllum en ekki var sýnilegur snjór þar í morgun. Á morgun má gera ráð fyrir smá súld en að öðru leyti að birti til og verða skaplegra verður. En hér fyrir neðan er spá Einars Sveinbjörnssonar fyrir helgina.

Ábyrgðarkerfi LÍN afnumið

Ábyrgðarkerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna var afnumið í núverandi mynd með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í gær.

Brotist inn í Grafarvogi

Brotist var inn í einbýlishús í Grafarvogi seint í gærkvöldi og þaðan stolið miklum verðmætum. Meðal annars tölvum og skartgripum.

Ökklabrotnaði á Fimmvörðuhálsi

Þýsk kona öklabrotnaði á göngu sinni um Fimmvörðuháls í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hana og gekkst hún undir aðgerð á slysadeild Landspítalans.

Sparkaði í andlit lögreglumanns

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu tóku ölvaðan mann úr umferð í nótt og ætluðu að aka honum heim til hans. Hann varð hins vegar óður í lögreglubílnum og sparkaði í andlit lögreglumanns.

Umferðareftirliti lítið sinnt vegna fámennis hjá lögreglu

„Ég furða mig á orðum dómsmálaráðherra og þetta eru mikil vonbrigði. Við erum búin að biðla til ríkisstjórnarinnar í langan tíma um að koma til móts við okkur með því að draga niðurskurðinn til baka,“ segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, um orð Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í Fréttablaðinu í gær.

Lögreglumenn deyja ungir - partur 3

Lögreglumaðurinn segir undarlega forgangsröðun á fjárlögum til embættisins og lögreglan skuldi nokkrum rannsóknarlögreglumönnum hátt í 200 yfirvinnutíma frá síðasta ári. Að lokum segir hann enga furðu að lögreglumenn deyji ungir.

Lögreglumaður tjáir sig - partur 2

Nú mun vera í bígerð að setja rannsóknarlögreglumenn á vaktir og svelta þar með rannsóknardeild LRH sem nú þegar er á grafarbrúninni. Ljóst er að ef af því verður munu mál fá seinan eða engan framgang hjá lögreglu. En það er víst um seinan, því í dag hrúgast málin upp án þess að lögreglan fái neitt við ráðið.

Lögreglumaður tjáir sig öðru sinni

Lögreglumaðurinn sem tjáði sig við fréttastofu fyrr í vikunni, er afar þakklátur fyrir þá umræðu og viðbrögð sem tölvupóstur hans hefur fengið enda þykir honum og fleirum málið mjög mikilvægt. Nú hefur fréttastofu borist annar póstur frá ónefnda lögreglumanninum.

Loðnuveiði í óvissu sökum makrílgengdar við Íslandsmið

Makríll er farinn að ganga í gríðarlegu magni á Íslandsmið og vart hefur orðið við þessa fisktegund allt í kringum landið. Loðnustofninn hefur hins vegar verið í lægð og fyrir vikið var loðnuveiði á síðustu vertíð sama og engin. Sé það rétt að makríll éti loðnu í töluverðum mæli þá gæti framtíð loðnuveiðanna verið í enn meiri óvissu en ella hefði verið.

Atvinnulausir hafna lausum störfum

Atvinnurekandi segir fáa sækja um laus störf sem í boði eru. Vinnumálastofnun er byrjuð að svipta þá einstaklinga sem hafa ítrekað hafnað störfum atvinnuleysisbótum. Félagsmálaráðherra segir að ekki verði liðið að fólk taki ekki við þeim störfum sem bjóðast.

„Ríkið verður að skattleggja almenning“

Eina leiðin til að ríkið standi undir því að greiða af Icesave samkomulaginu er að skattleggja almenning. Þetta segir lektor við Háskólann í Reykjavík en hann efast stórlega um að þjóðarbúið standi undir samkomulaginu.

Litháar styðja aðildarumsókn Íslands að ESB

Litháíska þingið samþykkti í dag samhljóða yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og önnur aðildarríki ESB hvött til að gera slíkt hið sama.

Skylt að sækja nefndafundi samkvæmt lögum

Samkvæmt lögum um þingsköp Alþingis er þingmönnum skylt að sækja alla nefndafundi nema nauðsyn banni. Forfallist þeir svo nauðsyn krefji er þingflokki þingmannsins heimilt að tilnefna annan þingmann sem varamann um stundarsakir til setu í nefnd.

Icesave deilan gríðarlega ójafn leikur

„Þetta er bara í takt við allt annað í þessu. Það er alveg sama hvað það er. Það er allt sett á okkur, bara allt," segir Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um þá kröfu Breta að Íslendingar greiði þeim 2 milljarða íslenskra króna vegna lögfræðikostnaðar þeirra af Icesavemálinu.

Nauðsynlegt að efla löggæslu

Svo virðist vera sem Íslendingar séu ganga í gegnum reynslu Finna í fjármálakrísunni sem varð þar við fall Sovétríkjanna í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, sagði Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag.

Slökkvistarfi við Esjuna lokið

Slökkvistarfi lauk í hlíðum Esjunnar um klukkan fjögur í dag. Tveir slökkviliðsmenn höfðu þá barist við eldinn frá því á hádegi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk slökkvistarf treglega þar sem nýrra glóða varð sífellt vart.

Iðnaðarráðherra á fundi orkumálaráðherra ESB

Orkumálaráðherrar ESB sitja nú á óformlegum fundi í Åre, Svíþjóð, til að ræða græna hagkerfið og bætta orkunýtingu. Til fundarins er boðið ráðherrum EFTA ríkjanna. Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, sækir fundinn fyrir hönd Íslands.

Gróðureldur í Esjuhlíðum

Slökkviliðið fékk tilkynningu um gróðureld í Esjuhlíðum um hádegisbil í dag. Tveir slökkviliðsmenn hafa verið þar við að slökkva eldinn sem hefur breiðst út um 50 fermetra. Að sögn slökkviliðsins er ekki hægt að segja til um eldsupptök. Þá var slökkviliðið kallað aftur upp að Helgarfelli um tíuleytið í morgun þar sem ennþá logðuð eldglærur frá því í gær.

Varaslökkviliðsstjóri sambandslaus í Reykhólahreppi

Varaslökkviliðsstjórinn Bjarki Stefán Jónsson á Gróustöðum í Gilsfirði í Reykhólahreppi, hefur verið símasambandslaus í vikutíma vegna bilunar hjá Símanum eða Mílu samkvæmt fréttavefnum reykholar.is.

Ísland með hæstu einkunn í slysavörnum barna

Í nýlegri skýrslu frá European Child Safety Alliance (evrópskur stýrihópur um slysavarnir barna) fær Ísland hæstu einkunn (48,5 stig) fyrir frammistöðu í barnaslysavörnum samkvæmt tilkynningu frá Forvarnarhúsinu.

Hart tekist á um fundarsköp í þinginu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingforseti, áminnti fjóra þingmenn í röð fyrir að tala um annað en fundarstjórn forseta undir samnefndum dagskrárlið þingsins í dag. Sló Ásta fjölmörg slög í þingklukkuna og bjölluhljóðin ómuðu um þingsalinn.

Afbrotafaraldur á höfuðborgarsvæðinu

Afbrotafaraldur geysar nú á höfuðborgarsvæðinu, með innbrotum, þjófnuðum, og skemmdarverkum. Þrír karlmenn og ein kona voru handtekin í íbúð í Hólahverfi í Reykjavík um fjögurleytið í nótt, en fólkið hafði brotist þar inn um svaladyr og var búið að tína til þýfi, þegar lögreglan kom þar að. Húsráðandi var ekki heima.

Atvinnulausir sviptir bótum

Vinnumálastofnun hefur þurft að svipta einstaklinga atvinnuleysisbótum eftir að þeir hafa ítrekað hafnað störfum sem bjóðast. Einkennilegt að fólk kjósi atvinnuleysi frekar en vinnu, segir framkvæmdastjóri ráðningastofnunnar Hagvangs.

Níu af átján frumvörpum eru EES mál

Níu af átján frumvörpum sem eru á dagskrá Alþingis í dag eru flutt til að laga íslensk lög að reglugerðum í samræmi við samning um Evrópska efnahagssvæðið.

Ósammála um hvort eigandastefnan sé úrelt

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingfundi í dag að bæði Bankasýsla ríkisins og eigandastefna þess væru orðin algjörlega úrelt með samkomulagi ríkisins við skilanefndir bankanna. Með samkomulaginu er gert ráð fyrir að skilanefndir fari með eignarhlut ríkisins í bönkunum.

Aðildarumsókn afhent - aftur

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar formlega umsókn um aðild að Evrópusambandinu í morgun.

Segir einelti viðgangast á Alþingi

Á Alþingi viðgengst hegðun sem gæti ekki túlkast öðruvísi en sem einelti, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar í umræðum um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag. Var Birgitta að vísa til þess að málum væri þröngvað í gegnum þingnefndir án þess að einstakir þingmenn ættu sér viðreisnar von.

Sjá næstu 50 fréttir