Innlent

Hollendingar reyna að gera stöðu Íslendinga aumingjalega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólöf segir að krafa um að Íslendingar greiði lögmannskostnað fyrir Breta sé kornið sem fyllti mælinn. Mynd/ GVA.
Ólöf segir að krafa um að Íslendingar greiði lögmannskostnað fyrir Breta sé kornið sem fyllti mælinn. Mynd/ GVA.
Íslenskur lögfræðingur þyrfti að vinna í 100 þúsund klukkutíma til að ná þeirri upphæð sem bresk stjórnvöld vilja fá frá Íslendingum vegna lögmannskostnaðar þeirra í Icesavemálinu, sagði Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í morgun. Greint var frá því í gær að Bretar krefðust tveggja milljarða af Íslendingum vegna þessa kostnaðar.

Ólöf spurði Guðbjart Hannesson, formann fjárlaganefndar, hvort þetta væri ekki kornið sem fyllti mælinn í samskiptum Íslendinga við Breta. „Ekki eru Hollendingar betri. Þeir gera allt sem þeir geta til þess að gera stöðu Íslendinga aumingjalega," sagði Ólöf.

Guðbjartur sagði að þessi lögfræðikostnaður hefði lengi legið fyrir. Hann hvatti til stillingar í umræðunni í Icesavemálinu. Allir væru sammála um að gæta hagsmuna Íslendinga í málinu. „En okkur greinir auðvitað á um hverjir þessir hagsmunir eru," sagði Guðbjartur Hannesson meðal annars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×