Innlent

Hugsanlegt að Hollendingar stingi fótum við ESB umsókn Íslands

Össur Skarphéðinsson segist allt eins búast við andstöðu þegar ESB umsóknin verður tekin á dagskrá. Mynd/ Anton.
Össur Skarphéðinsson segist allt eins búast við andstöðu þegar ESB umsóknin verður tekin á dagskrá. Mynd/ Anton.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segist allt eins búast við andstöðu á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins þar sem umsókn Íslands um aðild verður tekin fyrir í næstu viku. Hann segir að Svíþjóð styðji Ísland, en Hollendingar kunni hugsanlega að stinga við fótum. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, afhenti utanríkisráðherra Svíþjóðar aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í gær. Næsta mánudag mun utanríkisráðherrafundur Evrópusambandsins svo fjalla um stækkunarferlið og umsókn Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×