Innlent

„Ríkið verður að skattleggja almenning“

Sigríður Mogensen skrifar

Eina leiðin til að ríkið standi undir því að greiða af Icesave samkomulaginu er að skattleggja almenning. Þetta segir lektor við Háskólann í Reykjavík en hann efast stórlega um að þjóðarbúið standi undir samkomulaginu.

Seðlabankinn telur þjóðarbúið fyllilega fært um að standa undir Icesave samningunum. Þetta kemur fram í minnisblaði Seðlabankans frá 15. júlí síðastliðnum.

Kári Sigurðsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir hins vegar að mikil óvissa ríki enn um það hvort Ísland geti staðið undir skuldbindingunni og telur hann að skattleggja þurfi almenning ennfrekar til að greiða af láninu.

Sjá má viðtal við Kára í meðfylgjandi myndskeiði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×