Innlent

Innistæður tryggðar að fullu þar til annað verður ákveðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur segir að yfirlýsingar um innistæður gildi enn um sinni. Mynd/ Vilhelm.
Steingrímur segir að yfirlýsingar um innistæður gildi enn um sinni. Mynd/ Vilhelm.
„Yfirlýsingar fyrri og þessarar ríkisstjórnar eru í fullu gildi þangað til annað er boðað," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þegar hann var spurður að því, á Alþingi í dag, hvort allar innistæður yrðu tryggðar að fullu, umfram það sem tryggingasjóður ábyrgist. Spurningin var borin upp í tilefni af því að samningar hafa verið gerðir sem fela í sér að erlendir kröfuhafar eignast bankana.

Steingrímur sagði að það væri hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þetta væri hluti af tímabundnum og sérstökum aðstæðum og fyrr eða síðar myndi þetta koma til endurskoðunar og færast yfir í það framtíðarfyrirkomulag sem hér verði um innistæðutryggingar og fjármálakerfið í heild.






Tengdar fréttir

Eru innistæður tryggðar að fullu?

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, tekur ekki af allan vafa um að innistæður viðskiptabankanna sem hafa staðfestu á Íslandi verði tryggðar að fullu þótt bankarnir fari úr eigu ríkisins eða í eigu erlendra aðila.

Bankar geri ekki út á 100 prósent ríkisábyrgð til frambúðar

Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir líklegt að innistæðutryggingakerfið hér á landi verði endurskoðað í samræmi við heildarendurskoðun á umgjörð innistæðutrygginga í Evrópu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×