Innlent

Hefur ekki áhyggjur af afskriftum LÍN lána

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
„Þetta er náttúrulega ákveðið fagnaðarefni," segir Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, lánasjóðsfulltrú Stúdentaráðs, um afnám ábyrgðarkerfis Lánsjóðs íslenskra námsmanna.

„Eins og ástandið er í dag hafa sumir lent í því að enginn geti skrifað upp á lánið," segir Ingólfur og bætir við að lántakar hafi þá ekki átt annarra kosta völ en að útvega bankaábyrgð á láninu. Það sé hins vegar afar dýrt fyrir námsmennina.

„Ef þú ert traustur lántaki áttu nú að geta tekið lán án þess að skuldsetja vini eða fjölskyldu."

Fjármálaráðuneytið telur líkur á að kostnaður LÍN vegna afskrifta lána gæti aukist eftir að ábyrgðarkerfinu var breytt.

„Ég hef ekki trú á því að það verði mikið. Það standa langflestir í skilum," segir Ingólfur aðspurður um þessar áhyggjur.




Tengdar fréttir

Ábyrgðarkerfi LÍN afnumið

Ábyrgðarkerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna var afnumið í núverandi mynd með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×