Innlent

Aðildarumsókn afhent - aftur

Carl Bildt og Össur Skarphéðinsson. Guðmundur Árni Stefánsson fylgist með úr fjarlægð. Mynd/sænska utanríkisráðuneytið.
Carl Bildt og Össur Skarphéðinsson. Guðmundur Árni Stefánsson fylgist með úr fjarlægð. Mynd/sænska utanríkisráðuneytið.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, formlega umsókn um aðild að Evrópusambandinu í morgun.

Þegar var búið að afhenda umsóknina en það var sendiherra Íslands í Svíþjóð, Guðmundur Árni Stefánsson, sem það gerði daginn eftir að aðildarumsókn var samþykkt hér á landi.

Þá var þó engin formleg móttaka eins og í þessu tilfelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×