Innlent

Atvinnulausir hafna lausum störfum

Sindri Sindrason skrifar
Atvinnurekandi segir fáa sækja um laus störf sem í boði eru. Vinnumálastofnun er byrjuð að svipta þá einstaklinga sem hafa ítrekað hafnað störfum atvinnuleysisbótum. Félagsmálaráðherra segir að ekki verði liðið að fólk taki ekki við þeim störfum sem bjóðast.

Yfir 16.000 manns eru án atvinnu á Íslandi í dag. Katrín Óladóttir framkvæmdastjóri ráðningastofunnar Hagvangs segist undrandi yfir því hversu rólegt fólk á atvinnuleysisskrá er en ekki sé hægt að segja að margir leiti að vinnu. Langtum færri sæki um laus störf en búist var við en að hennar sögn er fjöldi starfa í boði.

Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um ástæðuna fyrir því að fólk taki ekki hverju sem er en atvinnuleysisbætur eru eins einkennilega og það hljómar næstum jafn háar og lægstu launin.

Þá bjóðist atvinnulausum frítt í ræktina, í leikhús og víðar. Þetta hjálpi ekki vinnumarkaðinum. Vinnumálastofnun hefur upp á síðkastið þurft að svipta einstaklinga atvinnuleysisbótum eftir að þeir hafi hafnað störfum sem buðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×