Innlent

Allt að fimmtán sveitafélög í alvarlegum fjárhagsvandræðum

Kristján Möller samgönguráðherra.
Kristján Möller samgönguráðherra.

Tíu til fimmtán sveitafélög eru til sérstakrar skoðunar eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaganna samkvæmt svari Kristjáns Möllers, samgönguráðherra á Alþingi.

Aðeins eitt sveitafélag er þegar komið í gjörgæslu eftirlitsnefndarinnar vegna skulda. Það er Bolungarvík. Búist er við að sveitarfélögunum muni fjölga í þeim hópi.

Í svarinu kemur fram að afkoma sveitarfélaga landsins var neikvæð um samtals tæplega 109,5 milljarða króna.

Heildarskuldir sveitafélagsins árið 2008 voru 154 milljarða á meðan sveitafélögin skulduðu 98 milljarða árið á undan.

Þá er talið að erlendar skuldir sveitafélaganna séu 65,3 milljarðar króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×