Innlent

Nauðsynlegt að efla löggæslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atli Gíslason segir nauðsynlegt að efla löggæslu. Mynd/ GVA.
Atli Gíslason segir nauðsynlegt að efla löggæslu. Mynd/ GVA.
Svo virðist vera sem Íslendingar séu ganga í gegnum reynslu Finna í fjármálakrísunni sem varð þar við fall Sovétríkjanna í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, sagði Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag.

Atli sagði að í kreppunni sem Finnar hefðu gengið í gegnum hefðu afbrot aukist og þau hefðu tengst fíkniefnaneyslu. Fíkniefnaneysla hefði aukist verulega þar í landi á þessum tíma. Atli sagði að vegna þessa væri nauðsynlegt að efla löggæslu, bæði með hagræðingu og einnig með því að horfa til þess að fjárveitingar til löggæslu hafi verið naumt skornar á undanförnum árum.

Fréttastofa greindi frá því í morgun að svo virðist sem afbrotafaraldur geysi nú á höfuðborgarsvæðinu, með innbrotum, þjófnuðum, og skemmdarverkum. Þá hafa löggæslumál verið töluvert í umræðunni í vikunni, ekki síst eftir að bréf frá lögreglumanni birtist hér á Vísi þar sem greint er frá bágum vinnuaðstæðum lögreglumanna.








Tengdar fréttir

Stjórnmálamenn þurfa að hlusta á sjónarmið lögreglunnar

„Þessi sjónarmið að það á ekki ekki að ganga nærri lögreglunni á þessum tímum eru sjónarmið sem ég hef haldið skýrt á lofti. En það er fjárveitingavaldið sem stjórnmálamennirnir stjórna sem þurfa að hlusta á þessi sjónarmið sem koma úr öllum áttum innan lögreglunnar," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

„Við erum ekki einu sinni reiðir lengur, við erum bara orðnir þreyttir“

„Niðurskurðurinn eru 51,1 milljón og því verður ekki náð nema með stórfelldum niðurskurði á yfirvinnu og með því að segja starfsfólki upp," segir Snorri Magnússon, formaður Landsamabands lögreglumanna en Vísir sagði frá áhyggjufullum lögreglumanni í morgun sem sendi fréttastofu bréf þar sem hann lýsti erfiðu starfsumhverfi lögreglumanna.

Neyðarkall frá lögreglumanni

Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar. Svo hljóðar bréf sem fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fékk sent í gærkvöld frá manni sem segist vera lögreglumaður. Maðurinn segist ekki koma fram undir nafni af ótta við yfirstjórn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×