Innlent

23 með svínaflensu

Síðustu tvo sólarhringana hafa fimm tilfelli verið staðfest á Íslandi af nýju inflúensunni A(H1N1)v og hefur hún því greinst hjá samtals 23 einstaklingum frá því í maí síðastliðnum samkvæmt vef Landlæknis.

Um er að ræða 19 ára gamlan bandarískan ferðamann sem kom til landsins 21. júlí síðastliðinn, 32 ára gamla konu sem hafði umgengist smitaðan einstakling hér á landi, 25 ára gamla konu sem einnig var í nánum tengslum við smitaðan einstakling, 25 ára gamla konu sem hafði umgengist smitaðan einstakling hér á landi og 32 ára gamla konu sem kom frá Bandaríkjunum 16. júlí.

Engin þessara fimm sjúklinga var með alvarleg einkenni og eru þeir allir á batavegi








Fleiri fréttir

Sjá meira


×