Innlent

Sparkaði í andlit lögreglumanns

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu tóku ölvaðan mann úr umferð í nótt og ætluðu að aka honum heim til hans. Hann varð hins vegar óður í lögreglubílnum og sparkaði í andlit lögreglumanns. Eftir það var hann vistaður í fangageymslum en lögreglumaðurinn þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild. Hann reyndist ekki alvarlega meiddur og hélt áfram á vaktinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×