Innlent

Bátur dreginn til hafnar

Það var bátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem dró bátinn til hafnar. Mynd/ Vilhelm.
Það var bátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem dró bátinn til hafnar. Mynd/ Vilhelm.
Lítill fiskibátur fékk veiðarfærin í skrúfuna þegar hann var staddur út af Sauðanesi skammt frá Siglufirði í nótt. Einn maður var um borð og kallaði hann eftir aðstoð björgunarbáts Slysvarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, sem dró hann til hafnar undir morgun. Gott veður var á svæðinu og var bátsverjinn því ekki í hættu.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×