Starfsmenn SPRON eru utan kerfisins 7. júlí 2009 03:30 Hlynur Jónsson Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. „Þau geta ekki sótt um bætur vegna þess að ekki er búið að lýsa þeirra fyrirtæki gjaldþrota," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til að hægt sé að greiða bætur þarf að vera ljóst að engar frekari greiðslur komi til þeirra og að þau eigi ekkert inni, að sögn Gissurar. „Starfsmennirnir detta fyrir utan kerfið," segir Ósvaldur Knudsen, fyrrverandi starfsmaður SPRON og einn skipuleggjenda starfsmannafundar SPRON sem haldinn var í gær. Slitastjórn SPRON meinaði starfsmönnum inngöngu í hús félagsins við Ármúla. Fundurinn var í staðinn haldinn á götunni. „Mikill hiti var í mönnum. Það var fólk á fundinum sem fær ekki atvinnuleysisbætur og er orðið algjörlega tekjulaust. Það rétt lifir og þeir eru margir sem ekki þola fleiri svona mánaðamót," segir Ósvaldur. Niðurstaða fundarins var að senda viðskiptanefnd Alþingis formlega bréf en í því er krafist að nefndin beiti sér fyrir því að „mismunun gagnvart 130 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sé leiðrétt, hvort sem það er með lagabreytingu eða öðrum úrræðum." Ástæða þess að starfsmenn fengu ekki laun um mánaðamótin var að slitastjórnin taldi lög sem kváðu á um að greiða mætti út laun hjá fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun ekki eiga við um SPRON. Fyrirtækið væri ekki í greiðslustöðvun. Starfsmenn voru látnir vita daginn áður en greiða átti launin. „Við vöktum athygli á þessu strax þegar slitastjórnin var skipuð og sendum umsögn til viðskiptanefndar Alþingis og viðskiptaráðuneytisins. Ráðuneytið lét okkur svo vita 29. júní að lagabreyting mundi ekki ganga í gegn," segir Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnarinnar. Slitastjórnin hafi því látið starfsmenn vita um leið og hún vissi að ekkert yrði gert. Hlynur segir SPRON eiga efni á því að greiða launin og „við munum gera það um leið og við fáum heimild til þess". Slitastjórnin fundaði með fulltrúum viðskiptaráðuneytis á föstudag. Niðurstaðan var að þörf væri á lagabreytingu til að hægt væri að greiða launin. Málinu var vísað til viðskiptanefndar Alþingis. „Nefndin mun auðvitað skoða þetta," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis. Telur hún að ekki sé þörf á lagabreytingu þar sem heimild sé í gjaldþrotaskiptalögum til þess að greiða launin. Það sé einnig mat margra lögfræðinga. Málið verður rætt í viðskiptanefnd í fyrsta lagi á miðvikudag, að sögn Álfheiðar. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. „Þau geta ekki sótt um bætur vegna þess að ekki er búið að lýsa þeirra fyrirtæki gjaldþrota," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til að hægt sé að greiða bætur þarf að vera ljóst að engar frekari greiðslur komi til þeirra og að þau eigi ekkert inni, að sögn Gissurar. „Starfsmennirnir detta fyrir utan kerfið," segir Ósvaldur Knudsen, fyrrverandi starfsmaður SPRON og einn skipuleggjenda starfsmannafundar SPRON sem haldinn var í gær. Slitastjórn SPRON meinaði starfsmönnum inngöngu í hús félagsins við Ármúla. Fundurinn var í staðinn haldinn á götunni. „Mikill hiti var í mönnum. Það var fólk á fundinum sem fær ekki atvinnuleysisbætur og er orðið algjörlega tekjulaust. Það rétt lifir og þeir eru margir sem ekki þola fleiri svona mánaðamót," segir Ósvaldur. Niðurstaða fundarins var að senda viðskiptanefnd Alþingis formlega bréf en í því er krafist að nefndin beiti sér fyrir því að „mismunun gagnvart 130 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sé leiðrétt, hvort sem það er með lagabreytingu eða öðrum úrræðum." Ástæða þess að starfsmenn fengu ekki laun um mánaðamótin var að slitastjórnin taldi lög sem kváðu á um að greiða mætti út laun hjá fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun ekki eiga við um SPRON. Fyrirtækið væri ekki í greiðslustöðvun. Starfsmenn voru látnir vita daginn áður en greiða átti launin. „Við vöktum athygli á þessu strax þegar slitastjórnin var skipuð og sendum umsögn til viðskiptanefndar Alþingis og viðskiptaráðuneytisins. Ráðuneytið lét okkur svo vita 29. júní að lagabreyting mundi ekki ganga í gegn," segir Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnarinnar. Slitastjórnin hafi því látið starfsmenn vita um leið og hún vissi að ekkert yrði gert. Hlynur segir SPRON eiga efni á því að greiða launin og „við munum gera það um leið og við fáum heimild til þess". Slitastjórnin fundaði með fulltrúum viðskiptaráðuneytis á föstudag. Niðurstaðan var að þörf væri á lagabreytingu til að hægt væri að greiða launin. Málinu var vísað til viðskiptanefndar Alþingis. „Nefndin mun auðvitað skoða þetta," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis. Telur hún að ekki sé þörf á lagabreytingu þar sem heimild sé í gjaldþrotaskiptalögum til þess að greiða launin. Það sé einnig mat margra lögfræðinga. Málið verður rætt í viðskiptanefnd í fyrsta lagi á miðvikudag, að sögn Álfheiðar.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira