Starfsmenn SPRON eru utan kerfisins 7. júlí 2009 03:30 Hlynur Jónsson Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. „Þau geta ekki sótt um bætur vegna þess að ekki er búið að lýsa þeirra fyrirtæki gjaldþrota," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til að hægt sé að greiða bætur þarf að vera ljóst að engar frekari greiðslur komi til þeirra og að þau eigi ekkert inni, að sögn Gissurar. „Starfsmennirnir detta fyrir utan kerfið," segir Ósvaldur Knudsen, fyrrverandi starfsmaður SPRON og einn skipuleggjenda starfsmannafundar SPRON sem haldinn var í gær. Slitastjórn SPRON meinaði starfsmönnum inngöngu í hús félagsins við Ármúla. Fundurinn var í staðinn haldinn á götunni. „Mikill hiti var í mönnum. Það var fólk á fundinum sem fær ekki atvinnuleysisbætur og er orðið algjörlega tekjulaust. Það rétt lifir og þeir eru margir sem ekki þola fleiri svona mánaðamót," segir Ósvaldur. Niðurstaða fundarins var að senda viðskiptanefnd Alþingis formlega bréf en í því er krafist að nefndin beiti sér fyrir því að „mismunun gagnvart 130 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sé leiðrétt, hvort sem það er með lagabreytingu eða öðrum úrræðum." Ástæða þess að starfsmenn fengu ekki laun um mánaðamótin var að slitastjórnin taldi lög sem kváðu á um að greiða mætti út laun hjá fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun ekki eiga við um SPRON. Fyrirtækið væri ekki í greiðslustöðvun. Starfsmenn voru látnir vita daginn áður en greiða átti launin. „Við vöktum athygli á þessu strax þegar slitastjórnin var skipuð og sendum umsögn til viðskiptanefndar Alþingis og viðskiptaráðuneytisins. Ráðuneytið lét okkur svo vita 29. júní að lagabreyting mundi ekki ganga í gegn," segir Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnarinnar. Slitastjórnin hafi því látið starfsmenn vita um leið og hún vissi að ekkert yrði gert. Hlynur segir SPRON eiga efni á því að greiða launin og „við munum gera það um leið og við fáum heimild til þess". Slitastjórnin fundaði með fulltrúum viðskiptaráðuneytis á föstudag. Niðurstaðan var að þörf væri á lagabreytingu til að hægt væri að greiða launin. Málinu var vísað til viðskiptanefndar Alþingis. „Nefndin mun auðvitað skoða þetta," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis. Telur hún að ekki sé þörf á lagabreytingu þar sem heimild sé í gjaldþrotaskiptalögum til þess að greiða launin. Það sé einnig mat margra lögfræðinga. Málið verður rætt í viðskiptanefnd í fyrsta lagi á miðvikudag, að sögn Álfheiðar. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. „Þau geta ekki sótt um bætur vegna þess að ekki er búið að lýsa þeirra fyrirtæki gjaldþrota," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til að hægt sé að greiða bætur þarf að vera ljóst að engar frekari greiðslur komi til þeirra og að þau eigi ekkert inni, að sögn Gissurar. „Starfsmennirnir detta fyrir utan kerfið," segir Ósvaldur Knudsen, fyrrverandi starfsmaður SPRON og einn skipuleggjenda starfsmannafundar SPRON sem haldinn var í gær. Slitastjórn SPRON meinaði starfsmönnum inngöngu í hús félagsins við Ármúla. Fundurinn var í staðinn haldinn á götunni. „Mikill hiti var í mönnum. Það var fólk á fundinum sem fær ekki atvinnuleysisbætur og er orðið algjörlega tekjulaust. Það rétt lifir og þeir eru margir sem ekki þola fleiri svona mánaðamót," segir Ósvaldur. Niðurstaða fundarins var að senda viðskiptanefnd Alþingis formlega bréf en í því er krafist að nefndin beiti sér fyrir því að „mismunun gagnvart 130 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sé leiðrétt, hvort sem það er með lagabreytingu eða öðrum úrræðum." Ástæða þess að starfsmenn fengu ekki laun um mánaðamótin var að slitastjórnin taldi lög sem kváðu á um að greiða mætti út laun hjá fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun ekki eiga við um SPRON. Fyrirtækið væri ekki í greiðslustöðvun. Starfsmenn voru látnir vita daginn áður en greiða átti launin. „Við vöktum athygli á þessu strax þegar slitastjórnin var skipuð og sendum umsögn til viðskiptanefndar Alþingis og viðskiptaráðuneytisins. Ráðuneytið lét okkur svo vita 29. júní að lagabreyting mundi ekki ganga í gegn," segir Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnarinnar. Slitastjórnin hafi því látið starfsmenn vita um leið og hún vissi að ekkert yrði gert. Hlynur segir SPRON eiga efni á því að greiða launin og „við munum gera það um leið og við fáum heimild til þess". Slitastjórnin fundaði með fulltrúum viðskiptaráðuneytis á föstudag. Niðurstaðan var að þörf væri á lagabreytingu til að hægt væri að greiða launin. Málinu var vísað til viðskiptanefndar Alþingis. „Nefndin mun auðvitað skoða þetta," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis. Telur hún að ekki sé þörf á lagabreytingu þar sem heimild sé í gjaldþrotaskiptalögum til þess að greiða launin. Það sé einnig mat margra lögfræðinga. Málið verður rætt í viðskiptanefnd í fyrsta lagi á miðvikudag, að sögn Álfheiðar.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira