Starfsmenn SPRON eru utan kerfisins 7. júlí 2009 03:30 Hlynur Jónsson Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. „Þau geta ekki sótt um bætur vegna þess að ekki er búið að lýsa þeirra fyrirtæki gjaldþrota," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til að hægt sé að greiða bætur þarf að vera ljóst að engar frekari greiðslur komi til þeirra og að þau eigi ekkert inni, að sögn Gissurar. „Starfsmennirnir detta fyrir utan kerfið," segir Ósvaldur Knudsen, fyrrverandi starfsmaður SPRON og einn skipuleggjenda starfsmannafundar SPRON sem haldinn var í gær. Slitastjórn SPRON meinaði starfsmönnum inngöngu í hús félagsins við Ármúla. Fundurinn var í staðinn haldinn á götunni. „Mikill hiti var í mönnum. Það var fólk á fundinum sem fær ekki atvinnuleysisbætur og er orðið algjörlega tekjulaust. Það rétt lifir og þeir eru margir sem ekki þola fleiri svona mánaðamót," segir Ósvaldur. Niðurstaða fundarins var að senda viðskiptanefnd Alþingis formlega bréf en í því er krafist að nefndin beiti sér fyrir því að „mismunun gagnvart 130 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sé leiðrétt, hvort sem það er með lagabreytingu eða öðrum úrræðum." Ástæða þess að starfsmenn fengu ekki laun um mánaðamótin var að slitastjórnin taldi lög sem kváðu á um að greiða mætti út laun hjá fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun ekki eiga við um SPRON. Fyrirtækið væri ekki í greiðslustöðvun. Starfsmenn voru látnir vita daginn áður en greiða átti launin. „Við vöktum athygli á þessu strax þegar slitastjórnin var skipuð og sendum umsögn til viðskiptanefndar Alþingis og viðskiptaráðuneytisins. Ráðuneytið lét okkur svo vita 29. júní að lagabreyting mundi ekki ganga í gegn," segir Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnarinnar. Slitastjórnin hafi því látið starfsmenn vita um leið og hún vissi að ekkert yrði gert. Hlynur segir SPRON eiga efni á því að greiða launin og „við munum gera það um leið og við fáum heimild til þess". Slitastjórnin fundaði með fulltrúum viðskiptaráðuneytis á föstudag. Niðurstaðan var að þörf væri á lagabreytingu til að hægt væri að greiða launin. Málinu var vísað til viðskiptanefndar Alþingis. „Nefndin mun auðvitað skoða þetta," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis. Telur hún að ekki sé þörf á lagabreytingu þar sem heimild sé í gjaldþrotaskiptalögum til þess að greiða launin. Það sé einnig mat margra lögfræðinga. Málið verður rætt í viðskiptanefnd í fyrsta lagi á miðvikudag, að sögn Álfheiðar. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þeir rúmlega 100 starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti sem ekki fengu greidd laun 1. júlí síðastliðinn eiga hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né greiðslu úr Ábyrgðarsjóði launa. „Þau geta ekki sótt um bætur vegna þess að ekki er búið að lýsa þeirra fyrirtæki gjaldþrota," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til að hægt sé að greiða bætur þarf að vera ljóst að engar frekari greiðslur komi til þeirra og að þau eigi ekkert inni, að sögn Gissurar. „Starfsmennirnir detta fyrir utan kerfið," segir Ósvaldur Knudsen, fyrrverandi starfsmaður SPRON og einn skipuleggjenda starfsmannafundar SPRON sem haldinn var í gær. Slitastjórn SPRON meinaði starfsmönnum inngöngu í hús félagsins við Ármúla. Fundurinn var í staðinn haldinn á götunni. „Mikill hiti var í mönnum. Það var fólk á fundinum sem fær ekki atvinnuleysisbætur og er orðið algjörlega tekjulaust. Það rétt lifir og þeir eru margir sem ekki þola fleiri svona mánaðamót," segir Ósvaldur. Niðurstaða fundarins var að senda viðskiptanefnd Alþingis formlega bréf en í því er krafist að nefndin beiti sér fyrir því að „mismunun gagnvart 130 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sé leiðrétt, hvort sem það er með lagabreytingu eða öðrum úrræðum." Ástæða þess að starfsmenn fengu ekki laun um mánaðamótin var að slitastjórnin taldi lög sem kváðu á um að greiða mætti út laun hjá fjármálafyrirtækjum í greiðslustöðvun ekki eiga við um SPRON. Fyrirtækið væri ekki í greiðslustöðvun. Starfsmenn voru látnir vita daginn áður en greiða átti launin. „Við vöktum athygli á þessu strax þegar slitastjórnin var skipuð og sendum umsögn til viðskiptanefndar Alþingis og viðskiptaráðuneytisins. Ráðuneytið lét okkur svo vita 29. júní að lagabreyting mundi ekki ganga í gegn," segir Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnarinnar. Slitastjórnin hafi því látið starfsmenn vita um leið og hún vissi að ekkert yrði gert. Hlynur segir SPRON eiga efni á því að greiða launin og „við munum gera það um leið og við fáum heimild til þess". Slitastjórnin fundaði með fulltrúum viðskiptaráðuneytis á föstudag. Niðurstaðan var að þörf væri á lagabreytingu til að hægt væri að greiða launin. Málinu var vísað til viðskiptanefndar Alþingis. „Nefndin mun auðvitað skoða þetta," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis. Telur hún að ekki sé þörf á lagabreytingu þar sem heimild sé í gjaldþrotaskiptalögum til þess að greiða launin. Það sé einnig mat margra lögfræðinga. Málið verður rætt í viðskiptanefnd í fyrsta lagi á miðvikudag, að sögn Álfheiðar.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira